Tenglar

fimmtudagur 24. nˇvemberá2011 |

äSto­einingarô Vestfjar­a sameina­ar Ý eina stofnun?

Kort yfir sveitarfÚl÷g ß Vestfj÷r­um. Vefur LandmŠlinga ═slands.
Kort yfir sveitarfÚl÷g ß Vestfj÷r­um. Vefur LandmŠlinga ═slands.

Kosið verður um sameiningu stoðkerfa atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum á aukaþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Ísafirði á morgun. Fjórir fulltrúar frá Reykhólahreppi sitja þingið. „Stoðkerfi“ þessi eru Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða og Markaðsstofa Vestfjarða. Á Fjórðungsþingi í haust var ákveðið að skipa starfshóp til að kanna þetta mál og leggja fram tillögur, sem fjallað verður um á aukaþinginu.

 

Verði sameining ákveðin fer naumast hjá því að það yrði fyrst og fremst undir merkjum Fjórðungssambands Vestfirðinga. Sambandið er bandalag sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari og hefur starfað óslitið meira en sextíu ár. Hin „stoðkerfin“ sem eru til umfjöllunar eru í meiri eða minni tengslum við Fjórðungssambandið.

 

Tillögur starfshópsins hafa verið kynntar fyrir öllum helstu hagsmunaaðilum. Ef tillögurnar verða ekki samþykktar má ætla að samt sem áður verði gerð krafa um mun formlegra samstarf milli viðkomandi stoðeininga en verið hefur fram til þessa. Verði tillögurnar hins vegar samþykktar fara þær til eigenda, sem eru fjölmargir, og þurfa að samþykkja þær á aðalfundum sínum eigi sameining fram að ganga.

 

Samráðshópurinn telur að hægt verði að fara í fyrstu sameininguna strax um áramót með því að sameina Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Þar er mesta samstarfið nú þegar og sami framkvæmdastjóri, Aðalsteinn Óskarsson.

 

Fram hefur komið að undanförnu, að um þetta mál eru skoðanir allmjög skiptar. Hugmyndin með sameiningunni er að skapa stóra og öfluga einingu þar sem möguleikar séu á aukinni sérhæfingu starfsfólks og jafnframt skuli einingin skal hafa „eitt viðmót“ á öllum starfsstöðvunum þremur, sem eru á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Hins vegar hafa komið fram áhyggjur af of mikilli miðstýringu og pólitískum afskiptum, verði af sameiningunni.

 

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segir að með sameiningu muni fleira fólk starfa saman í nýrri stofnun og því verði mannauðurinn meiri. Einnig verði stofnunin betur í stakk búin að sækja um stóra Evrópustyrki og taka á sig stærri verkefni sem einmenningsstofnanir eiga erfiðara um vik að inna af hendi. „Ef tekin verður ákvörðun um að breyta engu, þá verða menn líka að sætta sig við að niðurstaðan sé að núverandi kerfi sé besta kerfið“, segir Albertína.

 

Stjórn sjálfseignarstofnunarinnar At-konur, sem komið hefur að starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, hefur lýst sig andsnúna þessum hugmyndum um samruna stoðkerfis atvinnumála og byggða á Vestfjörðum. Í ályktun stjórnar At-kvenna segir að með þessu fyrirkomulagi sé veruleg hætta á að pólitísk afskipti verði of mikil í starfsemi sem tengist atvinnuþróun á Vestfjörðum. Stjórn At-kvenna telur að Fjórðungssambandið eigi að standa utan við starfsemi Atvinnuþróunarfélagsins eins og verið hefur, þar sem hlutverk þess sé um margt ólíkt þeim stofnunum sem áformað er að sameina. Stjórn At-kvenna telur að með of miklum pólitískum afskiptum sé gengið framhjá grasrótinni sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sé sprottið af og mikilvægt sé að taka tillit til.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31