Tenglar

sunnudagur 28. desemberá2008 |

Stefnt a­ ßrlegu haustlitahlaupi vi­ Brei­afj÷r­

Lei­in milli Flˇkalundar og Bjarkalundar er 124 km e­a ■refalt mara■on.
Lei­in milli Flˇkalundar og Bjarkalundar er 124 km e­a ■refalt mara■on.
1 af 3

Stefnt er að því að „haustlitahlaupið" milli Flókalundar og Bjarkalundar verði árlegur viðburður, en efnt var til þess í fyrsta sinn á nýliðnu hausti. Enda þótt fegurð sé afstætt hugtak mun ýmsum þykja sem fegurð náttúrunnar sé óvíða meiri en í mildilegu og samt fjölskrúðugu landslaginu á þessari leið. Milli Flókalundar og Bjarkalundar eru 124 km*), þar af eru réttir 100 km**) í Austur-Barðastrandarsýslu, sem Reykhólahreppur í núverandi mynd spannar alla. Mörkin eru við Skiptá í Kjálkafirði (sjá kortið), en þaðan eru 24 km vestur að Flókalundi.

Fullt maraþonhlaup er liðlega 42 km, þannig að haustlitahlaupið við norðanverðan Breiðafjörð er nánast þrefalt lengra. Hins vegar yrðu eflaust skemmri vegalengdir í boði eftir hentugleikum hvers og eins, t.d. 10 km, hálfmaraþon (21,1 km) og heilt maraþon (42,2 km).

 

Ef íslenskir langhlauparar „með sambönd" beita sér, sem og heimafólk í héraði, þá má telja líklegt að erlendir hlauparar muni gera sér ferð til Íslands og alla leið vestur að Breiðafirði til að keppa í þessu hlaupi á komandi árum. Góðar vonir standa til þess, að hlaupaþjálfarinn kunni Pétur Ingi Frantzson muni verða til ráðuneytis varðandi skipulagningu og undirbúning.

 

Þátttakendur í fyrsta haustlitahlaupinu við Breiðafjörð síðustu helgina í ágúst á þessu ári (30.-31. ágúst) voru fimm. Einn þeirra, langhlauparinn landskunni Gunnlaugur Júlíusson, hljóp alla leiðina, en hinir hlaupararnir fjórir skiptust á að hlaupa hluta af leiðinni og selflytja bíla sína eftir því sem hlaupinu vatt fram. Það voru þau Ingólfur Sveinsson læknir, Stefán Viðar Sigtryggsson, Íslandsmeistari í maraþonhlaupi 2008, og hjónin Jóhanna Eiríksdóttir og Ívar Adolfsson. Hlaupinu var skipt á tvo daga. Mörkin voru á Klettshálsi og var gist í Djúpadal um nóttina.

 

Segja má, að þetta hafi verið létt upphitun fyrir Gunnlaug Júlíusson, því að fjórum vikum síðar tók hann þátt í ofurhlaupinu Spartathlon í Grikklandi, en þá er hlaupin 246 km vegalengd frá Aþenu til Spörtu. Það er með öðrum orðum tvöföld vegalengd haustlitahlaupsins eða nærfellt sexfalt maraþon. Leiðin liggur allt frá sjávarmáli og upp í 1.200 metra hæð og hlaupið er bæði á vegum og fjallastígum. Gunnlaugur lauk ofurhlaupi þessu með sóma á 34 klukkutímum og 12 mínútum rúmum. Þess má geta að hann er 56 ára að aldri og því ekkert unglamb - nema þá ef til vill í samanburði við Ingólf félaga hans við Breiðafjörðinn á liðnu hausti, sem er nokkru eldri.

 

Ekki er búið að tímasetja haustlitahlaupið á komandi ári. Óheppilegt væri að það stangaðist á við önnur helstu langhlaup hérlendis. Eins og nú standa sakir er ekki ósennilegt að það verði síðustu helgina í ágúst, eins og var núna í haust, en Reykjavíkurmaraþonið er viku fyrr. Því síður er búið að skipuleggja það neitt nánar, en eins og áður segir mun þátttakendum eflaust bjóðast að hlaupa tiltekna hluta leiðarinnar eftir því sem hverjum hentar. Ef veðurspáin gerir ráð fyrir einhverjum vindi að ráði af austri eða vestri er sennilegt að hlaupið verði undan vindi, þannig að endamarkið gæti verið hvort heldur er í Bjarkalundi eða Flókalundi.

 

Hótelin í Bjarkalundi og Flókalundi eiga fleira sameiginlegt en að vera upphafs- og endapunktar haustlitahlaupsins. Barðstrendingafélagið byggði þau bæði á sama tíma fyrir liðlega sex áratugum sem áningarstaði á hinni löngu og erfiðu leið sem þá var milli landshluta.

 

Mjór er mikils vísir. Það getur bæði átt við haustlitahlaupið 2008 og manninn sem hljóp það fyrstur alla leið.

 

Grunnur kortsins á mynd nr. 1 er fenginn af vef Landmælinga Íslands.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

_____________________________________________________________________

 

*) Skv. vegalengdaskrá Vegagerðarinnar.

**) Skv. mælingu á korti; gæti e.t.v. skakkað einum til tveimur kílómetrum.

 

Sjá einnig:

26.08.2008 Haustlitahlaup úr Flókalundi í Bjarkalund

02.09.2008 Gunnlaugur Júlíusson hljóp fyrsta haustlitahlaupið

Skilaboðaskjóða Gunnlaugs Júlíussonar / september 2008 (fara alla leið niður)

Wikipedia: Spartathlon (enska)

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30