Tenglar

mßnudagur 1. aprÝlá2019 | Sveinn Ragnarsson

Startpakkar

Anastazja LÝf Kowalczyk me­ foreldrum sÝnum
Anastazja LÝf Kowalczyk me­ foreldrum sÝnum
1 af 4

Núverandi sveitarstjórn viðheldur þeirri skemmtilegu og góðu venju sem skapast hefur, að færa foreldrum nýfæddra barna í hreppnum svokallaða startpakka. Að þessu sinni voru þeir gerðir í samvinnu við verslunina Lindex, sem bætti við hvern startpakka gjafabréfi að upphæð kr. 5.000.-


Það voru 3 börn sem fæddust í árslok 2018.


Agnieszka og Artur Kowalczyk eignuðust stúlku þann 3. desember, hún var skírð úti í Póllandi um daginn, þar sem stórfjölskyldan hennar býr og heitir Anastazja Líf Kowalczyk.


Þau Auður Arnars og Friðrik Smári Mánason eignuðust stelpu þann 4. desember og er hún nefnd Jóhanna Vigdís Friðriksdóttir. Hún ber sama nafn og langa- langamma hennar, Vigdís Ólafsóttir á Brekku, ævinlega kölluð Vigga á Brekku og er öllum sem kynntust henni minnisstæð fyrir einstaka góðvild, hreinskilni og hispursleysi.


Þau Árný Huld Haraldsdóttir og Baldvin Reyr Smárason á Bakka eignuðust strák þann 8. desember, hann var skírður um daginn og heitir Smári Hlíðar Baldvinsson, alnafni afa síns Smára í Borg.


Öllum fjölskyldunum eru færðar innilegar hamingjuóskir.

  

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30