Tenglar

fimmtudagur 10. maÝá2012 |

SlÝk samvinna er ˇendanlega dřrmŠt

Frß skemmtikv÷ldi (kaffih˙si) Skruggu Ý Ý■rˇttah˙sinu ß Reykhˇlum Ý vor.
Frß skemmtikv÷ldi (kaffih˙si) Skruggu Ý Ý■rˇttah˙sinu ß Reykhˇlum Ý vor.

„Ótrúlega margir eru tilbúnir að gefa af frítíma sínum, margir eftir mjög langan vinnudag, til að skemmta samborgurum sínum eina kvöldstund. Þetta er mín reynsla af störfum mínum með leikfélaginu Skruggu undanfarin tvö ár,“ segir Eyvindur Magnússon, gjaldkeri Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi. Félagið er í Bandalagi íslenskra leikfélaga, sem hélt aðalfund sinn á Ísafirði um helgina. Þar var eftirfarandi ályktun og hvatning samþykkt:

 

Starf áhugafólks að listsköpun er mikilvægur þáttur í öllum heilbrigðum samfélögum. Það á ekki síst við um listgreinar þar sem hópar fólks vinna að sameiginlegri rannsókn og tjáningu á mannlífinu, listgreinar á borð við leikhúsið.

 

Það er almennt viðurkennt að íslenskt áhugaleikhús er miðlægt í íslenskri leiklist og íslenskri menningu. Stór hluti Íslendinga á sína fyrstu snertingu við töfra leikhússins meðal áhugamanna, hvort heldur er sem áhorfendur eða þátttakendur.

 

Með þátttöku í starfi áhugaleikfélaga eflist fólk í skilningi á samfélagi sínu. Samskiptahæfni skerpist, hæfileikinn til að setja sig í spor annarra þroskast. Í leikhúsi áhugamanna starfar fólk hlið við hlið að sameiginlegu marki, einstaklingar með ólíkan bakgrunn, í mismunandi aðstæðum og úr öllum starfsstéttum. Slík samvinna er óendanlega dýrmæt, ekki síst við aðstæður eins og ríkja núna á Íslandi.

 

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn á Ísafirði 5.-6. maí 2012, hvetur stjórnvöld til að standa vörð um listsköpun áhugamanna og áhugaleikhúsið sérstaklega. Skerðingar á fjárstuðningi undanfarin ár draga mátt úr hreyfingunni og rýra möguleika áhugaleikhússins til að eflast og þroskast.

 

Fjárveitingar til starfseminnar vega ekki þungt fyrir ríkissjóð en skipta sköpum fyrir þetta mikilvæga grasrótarstarf sem hefur svo margt dýrmætt til málanna að leggja.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30