Tenglar

f÷studagur 5. septemberá2008 |

Setinn bekkurinn Ý Ý■rˇttah˙sinu ß Reykhˇlum

Fremst eru fjˇrir af fulltr˙um Reykhˇlahrepps ß ■inginu: G˙staf J÷kull, Sveinn, Rebekka og Egill.
Fremst eru fjˇrir af fulltr˙um Reykhˇlahrepps ß ■inginu: G˙staf J÷kull, Sveinn, Rebekka og Egill.
1 af 5

53. Fjórðungsþing Vestfirðinga stendur nú yfir í íþróttahúsinu á Reykhólum. Þingið er öllum opið til áheyrnar (sjá tengingu í dagskrána hér fyrir neðan). Að loknum hefðbundnum þingsetningarstörfum rétt upp úr hádeginu flutti Anna G. Edvardsdóttir formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga skýrslu stjórnar, reikningar voru lagðir fram og samþykktir og fjárhagsáætlun lögð fram. Síðan fluttu ávörp Kristján L. Möller, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, fyrrv. samgönguráðherra og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, og Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.

 

Að ávörpum loknum voru orkumál á Vestfjörðum til umræðu. Kristín Erla Einarsdóttir, deildarstjóri kerfisþróunar hjá Landsneti, fjallaði um orkuflutningskerfi Vestfjarða, stöðu og framtíðarsýn, Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, greindi frá virkjunarkostum á Vestfjörðum, og próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðar Íslands, ræddi nýja orkugjafa á Vestfjörðum.

 

Samþykktir og ályktanir þingsins munu liggja fyrir síðdegis á morgun og verður hér á vefnum greint frá því helsta.

 

Dagskrá 53. Fjórðungsþings Vestfirðinga

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31