Tenglar

mßnudagur 28. oktˇberá2013 | vefstjori@reykholar.is

SendibÝlast÷­var lßtnar annast sj˙kraflutninga?

Sj˙krabÝlar Ý B˙­ardal. Ljˇsm. B˙­ardalur.is / Steina Matt.
Sj˙krabÝlar Ý B˙­ardal. Ljˇsm. B˙­ardalur.is / Steina Matt.

Um áramótin verður sjúkrabílum í Búðardal, á Hvammstanga og í Ólafsvík fækkað úr tveimur í einn á hverjum stað. Ef hann er í útkalli verður því enginn tiltækur á meðan. Þórður Ingólfsson yfirlæknir í Búðardal, en hérað hans spannar Dalabyggð og Reykhólahrepp, hefur áhyggjur af stöðunni. „Hér eru vegalengdir miklar og tímafrekt getur verið að komast á milli staða og þess vegna höfum við áhyggjur af því ef fækka á sjúkrabílum á svæðinu. Meðalútkall er eitthvað í kringum fjórir klukkutímar og þau geta farið upp í allt að átta tíma. Þess vegna teljum við mikilvægt að hafa hér sjúkrabíl til vara,“ segir Þórður í samtali við Morgunblaðið í dag.

 

Þórður segist ekki hafa nákvæma tölu yfir þau tilvik þegar báðir bílarnir eru í útkalli. „Við sendum aldrei varabílinn út nema um bráðatilvik sé að ræða. Eins ef það verða alvarleg bílslys getum við þurft að senda tvo bíla á vettvang enda flytja sjúkrabílar almennt ekki fleiri en einn alvarlega slasaðan sjúkling í einu.“

 

Áhyggjur af þessu fyrir hönd íbúa Reykhólahrepps komu fram í máli Einars Sveins Ólafssonar, framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, í hringborðsumræðum í Morgunblaðinu í síðasta mánuði.

 

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra útilokaði ekki í samtali við Ríkisútvarpið að sjúkraflutningar verði einkavæddir.

 

„Ef þetta fer í einkarekstur er maður hræddur við að þjónustan versni. Í einkarekstri fer rekstraraðilinn að hugsa út í sparnað,“ segir Þorbjörn Sveinsson slökkviliðsstjóri á Ísafirði í samtali við fréttavefinn bb.is í dag í tilefni af  ummælum ráðherrans. „Ætla þeir að fá sendibílastöðvarnar til að gera þetta?“ spyr Þorbjörn.

 

Á vefnum Búðardalur.is í dag er ítarleg úttekt á þessu máli og má lesa hana hér. Myndin sem hér fylgir er fengin þaðan.

 

Athugasemdir

Eyvindur, mi­vikudagur 30 oktˇber kl: 08:07

Ůegar Úg var sendibÝlstjˇri fyrir sunnan fˇr Úg 3 fer­ir me­ sj˙kling Ý sj˙krar˙mi, hj˙krunarfrŠ­ing og a­standendur ß milli sj˙krah˙sa Ý l÷greglufylgd. SendibÝlast÷­var taka svo sannarlega a­ sÚr flˇkin og krefjandi verkefni.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31