Tenglar

mßnudagur 1. febr˙ará2010 |

Seint koma sumir en koma ■ˇ

Mynd: Skessuhorn.
Mynd: Skessuhorn.
Bændur eru enn að heimta fé. Nú rétt fyrir byrjun þorra heimtust ein útigengin ær með veturgamalli gimbur og lambhrútur, en féð fannst í Austurmúla í Dunkárdal í Dalasýslu. Það var Kjartan Jónsson bóndi á Dunki sem var þar á ferð á fjórhjóli að svipast um eftir fé og fann þá lambhrútinn sem hann átti sjálfur. Kallaði hann þá til vaska smala með hunda úr Kolbeinsstaðahreppi til aðstoðar. Fundu smalarnir hrútinn og skammt frá honum útigengna á með veturgamalli gimbur en þær mæðgur eru frá Hallkelstaðahlíð. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns.

 

Fréttaritari Skessuhorns hafði spurnir af því að ærin Kvika frá Hallkelsstaðahlíð, sem nú kom í leitirnar, væri svolítið forvitnileg af kind að vera og brá sér því í heimsókn þangað heim. Hitti þar í fjárhúsunum þau Sigrúnu Ólafsdóttur og Sveinbjörn Hallsson. Kvika er fædd 2002 og er því að fara á sinn áttunda vetur. Hefur hún alls gengið fjóra vetur úti. Segir Sigrún að hún hafi í tvígang verið felld út úr fjárbókhaldinu því enginn hafi reiknað með henni aftur. Kvika hefur aðeins einu sinni komið heim með ómarkað lamb úr þessum vetrarútilegum sínum.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30