Tenglar

laugardagur 14. marsá2009 |

Sameiningarmßl sveitarfÚlaga enn til umrŠ­u

Kristjßn L. M÷ller.
Kristjßn L. M÷ller.

Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, bar það undir sveitarstjórnarmenn á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, að í stað þess að reynt verði að ná fram sameiningu með hækkun lágmarksíbúafjölda verði farin sú leið að skoða hvert landsvæði fyrir sig og meta þá sameiningarkosti sem þar koma til greina.

„Það er skoðun mín, að ef ætlunin er að efla sveitarstjórnarstigið með auknum verkefnum og breytingum á tekjustofnum verður ekki hjá því komist að huga að stærð sveitarfélaganna. Núverandi sveitarstjórnarskipan er alvarleg hindrun fyrir því að við getum náð markmiðum um að efla sveitarstjórnarstigið, sem við erum öll sammála um og þið sveitarstjórnarmenn hafið margsinnis ályktað um", sagði Kristján í ávarpi sínu.

 

Eins og fram hefur komið hefur Kristján talað fyrir því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði hækkaður í 1000 manns í stað 50 eins og nú, þar sem rekstrareining með fimmtíu íbúum sé ekki burðug. Meðal annars ræddi hann þetta á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum í haust.

 

Meira hér á bb.is.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30