Tenglar

mi­vikudagur 16. marsá2016 |

Reynslan segir ekki grundv÷ll fyrir meiri nřtingu

„Í drögunum er hvorki tekið tillit til þess að Þörungaverksmiðjan hefur starfað hér í 40 ár og eigi hefðar- eða forgangsrétt að nýtingu þangs og þara, eða að hún hefur unnið á sjálfbæran hátt og haft allan Breiðafjörð undir. Þeir sem reynsluna hafa telja ekki grundvöll fyrir meiri nýtingu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni og reglugerð þar að lútandi.

 

Þetta kemur fram í frétt Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Eftir að frumvarpsdrögin voru kynnt bárust um 20 umsagnir sem verið er að skoða í ráðuneytinu. Markmiðið er að ganga frá frumvarpinu og leggja það fram nú á vorþingi. Tilefni lagasetningarinnar er meðal annars stórtæk áform tveggja fyrirtækja við sunnanverðan Breiðafjörð. Meginefni frumvarpsins er að fella öflun þangs og þara undir fiskveiðistjórnarlöggjöfina og leggja veiðigjald á landaðan afla þangs og þara. Boðuð er endurskoðun laganna innan þriggja ára.

 

Í umsögn Reykhólahrepps er vakin athygli á mikilvægi Þörungaverksmiðjunnar fyrir byggðina, en Reykhólaþorp byggðist upp í tengslum við hana. Varað er við þeirri nálgun sem fram kemur í frumvarpinu, að öflun þangs og þara verði sett inn í fiskveiðistjórnarkerfið og bundin við skip. Minnt er á slæma reynslu margra minni byggðarlaga af kvótasetningu afla og framsali veiðiheimilda.

 

Fram kemur einnig, og haft eftir skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, að núna séu engar reglur um þang- og þaraskurð. Hver sem er geti byrjað á öflun og vinnslu.

 

Samfélagið á Reykhólum á líf sitt undir stjórnvöldum

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30