Tenglar

sunnudagur 17. maÝá2009 |

Reykhˇlahreppur slapp gegnum ritsko­un Ý KÝna

Frß uppt÷kum ß Hei­inni Ý Krˇksfjar­arnesi Ý fyrra.
Frß uppt÷kum ß Hei­inni Ý Krˇksfjar­arnesi Ý fyrra.

Heiðin, kvikmynd Einars Þórs Gunnlaugssonar frá Hvilft, verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Sjanghæ sem stendur frá 13. til 21. júní. Þetta er stærsta kvikmyndahátíð í Kína og er nú haldin í tólfta sinn. Það er ekki nóg að komast í gegnum valnefnd hátíðarinnar til að komast þar að. Myndirnar þurfa auk þess að komast í gegnum tvær ritskoðunarnefndir, annars vegar borgarritskoðunina í Sjanghæ og hins vegar kvikmyndaritskoðun Kína í Peking.

 

Höfundurinn Einar Þór Gunnlaugsson frá Hvilft í Önundarfirði, sem er af breiðfirskum ættum, verður að líkindum viðstaddur sýningar myndarinnar í Kína. Heiðin verður einnig sýnd á kvikmyndahátíð í Terni á Ítalíu.

 

Frá þessu greinir vefurinn Land og synir, málgagn íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

 

Heiðin var tekin upp á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári, að mestu leyti í Reykhólahreppi. Myndin er íslensk/ensk framleiðsla og var styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands. Hún skartar glæsilegum hópi leikara af yngri og eldri kynslóðinni. Sagan fjallar um mann sem er beðinn um að fara með kjörkassa út á flugvöll en missir af flugvélinni. Hún er í léttum dúr og gerist í nútímanum.

 

Nánari upplýsingar og umfjöllun um Heiðina má finna hér (sumt á ensku, annað á íslensku).

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31