Tenglar

f÷studagur 27. desemberá2013 | vefstjori@reykholar.is

Pˇsturinn komst til skila eftir fjˇrtßn ßr

Efri hluti brÚfsins sem ┴g˙sta pˇstlag­i, ef svo mß segja, fyrir r˙mum 14 ßrum.
Efri hluti brÚfsins sem ┴g˙sta pˇstlag­i, ef svo mß segja, fyrir r˙mum 14 ßrum.
1 af 7

Flöskuskeyti sem Ágústa Ýr Sveinsdóttir frá Skálanesi í Gufudalssveit „setti í póst“ á Sauðá á Vatnsnesi þegar hún var tíu ára gömul, eða fyrir fjórtán árum, kom í leitirnar í Trékyllisvík á Ströndum núna í haust. Það var tólf ára gamall piltur í Árnesi, Kári Ingvarsson, sem gekk fram á flöskuna þegar hann var að smala. „Mamma sendi mér skilaboð um að þetta flöskuskeyti hafi fundist. Þá var ég stödd í Nepal, þar sem ég var að fljúga svifvæng sem ég geri eins mikið og ég get í frítímanum mínum. Ég ákvað að senda honum póstkort til að þakka fyrir að senda mér bréfið aftur,“ segir Ágústa Ýr, sem núna um hátíðarnar er stödd heima á Skálanesi.

 

„Þótt ég muni ekki sérstaklega eftir því að hafa sent þetta bréf, þá finnst mér alveg magnað að sjá það aftur, og í svona góðu ástandi. Vinkona mín átti heima á Sauðá og við sendum mikið af flöskuskeytum á þessum tíma.“

 

Bréfið hennar Ágústu Ýrar er dagsett 18. september 1999 og hljóðar svo:

Hæ hæ, ég er 10 ára stelpa sem heitir Ágústa Ýr. Ég á heima á Laugarbakka og á Skálanesi og set þetta bréf í sjóinn á Sauðá heima hjá Stellu. Þegar þú finnur þetta bréf, viltu þá senda mér bréf í pósti. [Utanáskriftin]. Viltu líka senda flöskuskeyti í sjóinn hjá þér?

 

Undir tilskrifinu er teikning af flöskuskeyti í sjónum, sjá mynd nr. 2.

 

Bréfið frá finnanda skeytisins barst með skilum að Skálanesi (á öllu skemmri tíma en hitt bréfið) og er á þessa leið (mynd nr. 3):

Hæhæ, Ágústa. Ég heiti Kári og er 12 ára. Í haust þegar ég var að smala fann ég flöskuskeyti sem þú settir í sjóinn árið 1999. Bréfið var alveg þurrt svo það var læsilegt. Ég fletti þér upp á Já.is og það var auðvelt að finna þig því þú átt enga alnöfnu. Ég á heima hinumegin við Húnaflóann, í Árnesi í Árneshreppi. Vonandi hefurðu gaman af að fá bréfið þitt aftur. Kær kveðja. Kári Ingvarsson.

 

Á mynd nr. 4 er póstkortið sem Ágústa sendi Kára í Árnesi. Leið þess var nokkru lengri og skilatíminn öllu styttri en hjá flöskuskeytinu: Um 8.000 km á móti um 60 km (myndir nr. 5 og 6) og nokkrir dagar á móti fjórtán árum.

 

 

Tvisvar áður hefur verið fjallað um Ágústu Ýri Sveinsdóttur rafvirkja og fjölmiðlatækni hér á vef Reykhólahrepps. Fyrst haustið 2011 þegar hún hafði nýlokið sveinsprófi í rafiðnum, þar sem hún náði bestum árangri allra og var hlaðin verðlaunum bæði í bóklegum og verklegum greinum. Þá var hún reyndar komin til Indlands í upphafi hálfs árs bakpokaferðar um heiminn. Mátti segja að hún hafi verðskuldað svolítið frí og jafnvel rúmlega það eftir unnin námsafrek og einstakan dugnað. Í seinna skiptið var greint frá því hér snemma árs 2012 þegar Rio Tinto Alcan birti mynd af henni í heilsíðuauglýsingu þar sem sagði m.a.: Metnaður Ágústu er okkur öllum hvatning.

 

Sjá tengla á þessar fréttir hérna neðst. Sú fyrri er mjög ítarleg og kemur þar fram sitthvað bæði fróðlegt og skemmtilegt.

 

Aðspurð núna á þriðja degi jóla anno 2013 hvað helst hafi drifið á dagana síðan segir Ágústa Ýr:

 

„Ég er bæði búin að vera að ferðast um heiminn og vinna sem rafvirki. Á Grænlandi var ég eitt og hálft ár að vinna við byggingu virkjunar og hef fengið að fara annað slagið í löng frí til að ferðast um Asíu, Suður-Afríku og Austur-Evrópu. Núna er ég búin að vera heima í nokkrar vikur og byrjuð að skipuleggja næsta ferðalag og næstu ævintýri.“

 

10.10.2011 Ekki pláss fyrir verðlaunin í bakpokaferð um heiminn

23.02.2012 Metnaður Ágústu er okkur öllum hvatning

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30