Tenglar

fimmtudagur 30. aprÝlá2009 |

Íll ˙tivistarkortin fyrir Vestfir­i og Dali komin ˙t

Fj÷gur af g÷ngu- og ˙tivistarkortunum sj÷ frß Fer­amßlasamt÷kunum.
Fj÷gur af g÷ngu- og ˙tivistarkortunum sj÷ frß Fer­amßlasamt÷kunum.

Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa undanfarin þrjú ár unnið að gerð veglegra göngu- og útivistarkorta fyrir Vestfirði og Dali. Fyrstu fjögur kortin komu út árið 2007 og nú eru síðustu þrjú kortin farin í dreifingu. Nýju kortin ná yfir Hornstrandir, Ísafjarðardjúp ásamt fjörðunum suður af því og Strandir norðan Hólmavíkur. Áður komu út kort sem náðu yfir sunnanverðar Strandir og Dali, Reykhólasveit og Breiðafjarðareyjar og Vesturbyggð og Tálknafjörð. Kortin verður vonandi hægt að nálgast á sem flestum ferðamannastöðum á svæðunum. Þetta er langviðamesta verkefni sem Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa ráðist í og heildarkostnaður vegna þess er um 12 milljónir króna. Góðir styrkir hafa fengist frá Ferðamálastofu og Pokasjóði.

Þeir sem vilja fá göngukortin í endursölu geta haft samband við Áslaugu S. Alfreðsdóttur hótelstjóra á Ísafirði, sem sendir þau hvert á land sem er. Leiðbeinandi útsöluverð er 600 krónur í smásölu. Ferðamálasamtökin vilja beina því til sem flestra sem stunda ferðaþjónustu á Vestfjörðum að hafa kortin í sölu hjá sér og halda þeim vel á lofti og hvetja sem flesta aðra til þess sama.

Í smásölu eru göngu- og útivistarkortin m.a. til sölu í vefverslun Strandagaldurs og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Stór hluti kaupenda göngukorta þar eru erlendir ferðamenn sem hyggjast sækja Vestfirði heim. Það væri vel til fundið ef ferðaþjónustuaðilar myndu tengja þá síðu við sína heimasíðu svo að verðandi viðskiptavinir geti orðið sér úti um kort til hjálpar þeim við skipulagningu ferðarinnar, sem er um leið hvatning til að heimsækja Vestfirði í Íslandsferð sinni. Sölusíðan er bæði á íslensku og ensku.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31