Tenglar

■ri­judagur 24. j˙lÝá2012 |

Nřir makar vÝg­ir inn Ý Šttina

Ůarna er bˇndinn og hluti af Šttarmˇtsnefndinni. Frß vinstri: Rˇsa Hugosdˇttir, Lˇa Gu­r˙n GÝsladˇttir, Hulda Ísp Atladˇttir og G˙staf J÷kull Ëlafsson.
Ůarna er bˇndinn og hluti af Šttarmˇtsnefndinni. Frß vinstri: Rˇsa Hugosdˇttir, Lˇa Gu­r˙n GÝsladˇttir, Hulda Ísp Atladˇttir og G˙staf J÷kull Ëlafsson.
1 af 10

Eitt af a.m.k. þremur ættarmótum í Reykhólasveit um síðustu helgi var haldið á Miðjanesi þar sem saman komu afkomendur Júlíusar Ólafssonar bónda þar og kennara (1863-1941). Samkomuhúsið á Miðjanesi var hlaðan þar sem búið var að rútta öllu til og mála. Þar var snæddur kvöldverður á laugardagskvöld og voru höfð til verðarins læri grilluð í holu. Milli sjötíu og áttatíu manns munu hafa verið á mótinu.

 

Tekinn hefur verið upp sá háttur þegar komið er saman á ættarmót á Miðjanesi, að nýir makar sem bæst hafa við eru vígðir inn í ættina.

 

Börn Júlíusar á Miðjanesi voru þrjú. Elst var Jóhanna Linnet (1890-1968) sem hann átti með Jórunni Eyjólfsdóttur. Síðan átti hann með Helgu Jónsdóttur eiginkonu sinni Játvarð Jökul (1914-1988) og Steinunni (1920-2003).

 

Ættfaðirinn Júlíus Ólafsson var jafnan kallaður Júlli búi og mun hafa hlotið þá nafngift vegna þess að hann var búfræðingur úr fyrsta árganginum hjá Torfa í Ólafsdal.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Alfred B. Þórðarson. Smellið á til að stækka. Þær er líka að finna undir Ljósmyndir / Myndasyrpur í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31