Tenglar

laugardagur 15. nˇvemberá2008 |

Nři framkvŠmdastjˇrinn hjß Ů÷rungaverksmi­junni

Atli Georg ┴rnason.
Atli Georg ┴rnason.

Atli Georg Árnason rekstrarfræðingur kom um síðustu mánaðamót til starfa sem framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Hann tekur við af Halldóri Ó. Sigurðssyni, sem gegndi starfinu í tæp sex ár. Halldór var í sumar ráðinn framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi og fluttist í framhaldi af því suður ásamt fjölskyldu sinni.

 

Atli Georg er 34 ára að aldri, Suðurnesjamaður að uppruna en hefur verið búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Aberdeen í Skotlandi mörg undanfarin ár. Eiginkona hans er Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, tanntæknir frá Háskóla Íslands. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Áslu, níu ára, Maríu Rún, fimm ára, og Atla Jóhann, hálfs annars árs.

 

Á árunum 2001 til 2004 var Atli við nám við Robert Gordon University í Aberdeen og lauk þaðan MBA-prófi með áherslu á breytinga- og verkefnastjórnun. Jafnframt námi stofnaði hann árið 2003 flugfélagið City Star Airlines í Aberdeen og kom því á legg og varð þar með einn yngsti frumkvöðull í flugrekstri í heiminum. Hann lauk atvinnuflugmannsprófi ungur að aldri.

 

Atli hefur sótt námskeið af ýmsu tagi hér á landi og erlendis. Má þar nefna námskeið er tengjast þeim viðskiptagreinum sem hann hefur starfað við, stjórnun fyrirtækja og ýmsum flugtengdum málefnum. Hann hefur tekið þátt í ýmsum viðskiptaverkefnum á Íslandi og erlendis á liðnum árum, svo sem stofnun, yfirtöku, kaupum, samruna og daglegri stjórnun fyrirtækja.

 

Á síðasta vetri hlaut Atli hlaut MUniv heiðursgráðu frá Robert Gordon University og var á sama tíma tilnefndur til verðlauna í Skotlandi. Annars vegar sem Stjórnandi ársins 2007 hjá Institute of Directors Scotland og hins vegar sem Upprennandi stjórnandi ársins og Stjórnandi ársins í Aberdeen og Grampian-héraði.

 

Atli Georg Árnason er fæddur 27. mars 1974 í Grindavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1994 og starfaði síðan m.a. sem flugafgreiðslumaður og bílasali og sölumaður á fasteignasölu uns hann fluttist til Skotlands árið 2001. Á skólaárum á unglingsaldri vann hann ýmis störf, svo sem við búskap, fiskeldi, fiskvinnslu og netagerð.

 

Atli er áhugamaður um allar íþróttir. Hann lék m.a. körfuknattleik með meistaraflokki Njarðvíkur og Grindavíkur og með drengja- og unglingalandsliði Íslands. Núna sinnir hann einkum líkamsrækt og menningu í frístundum, fyrir utan þann tíma sem hann ver með fjölskyldu sinni.

 

Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31