Tenglar

laugardagur 16. maķ 2015 |

Nokkur ęviatriši Sigvalda į Hafrafelli

Alma og Sigvaldi į Hafrafelli.
Alma og Sigvaldi į Hafrafelli.
1 af 4

Sigvaldi Guðmundsson, bóndi á Hafrafelli í Reykhólasveit, andaðist á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á þriðjudag,12. maí, 86 ára að aldri. Hann var jarðsunginn á Reykhólum í dag og jarðsettur þar, og fór útförin fram í kyrrþey að hans eigin ósk. Kona Sigvalda í nærfellt tvo aldarþriðjunga, Alma Dóróthea Friðriksdóttir, lifir mann sinn. Núna eru afkomendur þeirra orðnir liðlega fjörutíu.

 

Sigvaldi fæddist á Krossi á Skarðsströnd 19. mars 1929, sonur hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur (1893-1978) og Guðmundar Erlendssonar (1881-1973). Fjölskyldan fluttist að Reykhólum árið eftir fæðingu Sigvalda, út í Akureyjar fluttu þau árið 1932 og síðan að Skógum í Þorskafirði árið 1933. Árið 1935 keyptu svo foreldrar hans jörðina Hafrafell og þar átti Sigvaldi heima upp frá því.

 

Alma og Sigvaldi kynntust árið 1949 þegar hann var tvítugur en hún (Alma Dorothea Erna Weidermann) ekki orðin tvítug. Þau voru saman alla tíð síðan og allt til hinsta dags Sigvalda, eða í 66 ár, þó svo að þau hafi ekki gengið formlega í hjónaband fyrr en árið 1970. Þau komu til dvalar í Barmahlíð á Reykhólum snemma árs 2006 þó að vissulega hafi þau alltaf átt heima á Hafrafelli.

 

Sigvaldi var þúsundþjalasmiður, hafði áhuga á hvers konar véltækni í smáu og stóru og eðlisgáfur í þeim efnum, og sinnti alls konar viðgerðum jafnframt hefðbundnum bústörfum. Allt lék í höndunum á honum, hvort heldur það voru viðgerðir á traktorum eða öðrum landbúnaðartækjum eða þá vasaúrum og armbandsúrum og nánast öllu þar á milli. Hann sá um viðgerðir á frystitækjum og annaðist líka símaviðgerðir í meira en tuttugu ár. Í mörg ár var hann með dekkjaverkstæði á Hafrafelli. Aðeins einu sinni baðst hann undan því að gera við hlut, svo vitað sé: Það var gervigómur sem hafði dottið í gólfið og brotnað. Hann tæki slíkt ekki að sér.

 

Öllum stundum þegar tími gafst frá bústörfunum var Sigvaldi í viðgerðarherberginu sínu á Hafrafelli, sem var hans einkaheimur. Þar voru varahlutir og útvarpstæki og hitt og annað upp um alla veggi, og þaðan út fór ekkert nema í lagi. Ef ekki fengust varahlutir, þá bjó hann þá bara til úr öðrum hlutum eða tækjum.

 

Myndir nr. 2 og 3 sem hér fylgja voru teknar árið 1949, þegar Sigvaldi var tvítugur, árið þegar þau Alma kynntust. Þær bera vissulega merki þess að vera sjötíu ára gamlar. Á annarri þeirra er hann að koma af tófuveiðum, sem hann stundaði löngum, og hefur það starf gengið áfram til beggja sona hans. Sigvaldi stundaði líka rjúpnaveiðar og í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi var hann skotmaður í liðlega aldarfjórðung.

 

Sigvaldi og Alma eignuðust sex börn. Þau eru:

  • Olga (f. 1951)
  • Dóróthea Guðrún (f. 1952)
  • Haflína Breiðfjörð (f. 1956)
  • Marta (f. 1957)
  • Guðmundur Helmuth (f. 1960)
  • Trausti Valgeir (f. 1967)

Barnabörnin eru þrettán og barnabarnabörnin orðin tuttugu og tvö.

 

Athugasemdir

Žrymur Sveinsson, laugardagur 16 maķ kl: 23:46

Žegar ég tók einn vetur ķ Išnskólanum kom einn kennari minn til mķn og spurši mig hvort ég žekkti Sigvalda į Hafrafelli. Sęvar kennari minn hafši veriš į ferš um Vestfirši sumrinu įšur og lent ķ vandręšum viš Bjarkalund meš hlešslu vandamįl. Honum var vķsaš til Sigvalda sem athugaši mįliš og gerši žaš sem hann gat. Hann hlóš rafgeyminn góša stund og sagši svo um leiš og hann rétti honum hlešslutęki aš hann yrši aš hlaša geyminn ķ Borgarnesi og keyra helst meš ökuljósin slökkt. Žannig kęmist hann til Reykjavķkur. Sęvar sagšist hafa veriš steinhissa į žessari greišvikni Sigvalda viš blįókunnugan manninn og lķtiš vildi hann taka fyrir greišann, eyddi žvķ samtali en baš hann aš senda sér hlešslutękiš til baka meš nęstu ferš. Aušvitaš gerši ég žaš sagši Sęvar brosandi og ég sendi nś dįlķtiš meš sem ég vissi aš myndi glešja hann. Žannig var Sigvalda lżst og greišvikni hans og hjįlpsemi var ósvikin žegar žurfti aš temja óžęgt śtvarp eša ręša viš dyntótt sjónvarpstęki og margt annaš sem var betra en nżtt eftir aš hann hafši fariš höndum um og snurfusaš.

Sęvar Tjörvason, mįnudagur 31 október kl: 23:19

Bóndinn į Hafrafelli,Reykhólasveit, jólasaga frį 1986
Ķ októberlok 2016 benti sundlaugarfélagi minn, Mįni Sigurjónsson, mér į frįsögn sem höfš var eftir mér ķ endursögn fyrrum nemanda mķns, Žryms Sveinssonar.
Aš ég festi hana į blaš var eflaust vegna žess aš ég var žį į bólakafi ķ félagsheimspeki en ķ henni er m.a. fjallaš um forsendur mannlegs samfélags, hvaš manneskjan sé, hvort hśn sé sjįlfelsk, full manngęsku, sé óskrifaš blaš eša hvort blašiš sé skrifaš ķ samfelldum samskiptum viš umhverfiš. Segja mį aš allar kenningar um samfélagiš alveg frį upphafi trśarbragša og heimspeki byggi į žessum forsendum. Fyrir mig varš žetta atvik meš bóndanum į Hafrafelli įgętis dęmi um manngęskuna.
Žetta var um hįsumar. Ég og fjölskylda mķn vorum aš koma frį Lundi, Svķžjóš, 7.jślķ 1986. Tveimur dögum sķšar fengum lįnašan VW-golf og lögšum af staš vestur į firši. Var ekiš um botn Hvalfjaršar og beygt til hęgri viš Vatnaskógs-afleggjarann viš Ferstiklu enda stóš til aš gista ķ Reykholti.
Fariš var upp langa brekku eftir aflöngum hįls, žakinn kjarri og lyngi įšur en komiš var aš sumarbśšum KFUM. Į leišinni hrökk farangursgeymslan śr lįs. Drap ég į bķlnum og lokaši geymslunni. Ętlaši sķšan aš ręsa bķlinn aftur en hann tók ekki viš sér. Nś var ég aukvisi ķ bķlum en reyndi aš rifja upp ešlis- og efna¬fręšina sem ég hafši lęrt ķ ML fyrir 20 įrum. Bķllinn var ekki steindaušur žvķ śtvarpiš virkaši og perur męlaboršsins lżstu. Rafmagns¬męlirinn sżndi lķfsmark rauša striksins og var greinilega į sķšustu metrunum. Eftir aš hafa endurgert ķ huganum uppbyggingu og ašgeršir rafgeymsins įlyktaši ég aš visst flęši vęri ķ geymnum, aš hjį śttaki hans myndu rafsellurnar tęmast žegar bķllinn vęri gangsettur. Sķšan myndi rafmagn streyma frį hinum hluta geymsins aš śttakinu allt eftir tregšu/leišni geymisvökvans, lķkt og žegar kallt og heitt vatn blandast. Ég įkvaš žvķ aš doka viš ķ korter.
Og viti menn, tilgįtan stóšst. En nś voru góš rįš dżr. Ekki mįtti drepast į bķlnum, hann varš aš komast į verkstęši -og žvķ var ekiš til Borgarnes ķ staš Reykholts. Žar kom fyrsta sjśkdómsgreiningin. Straumstillirinn (cut-out-iš) įtti aš hafa gefiš sig. Sķšar kom ķ ljós aš žetta olli miklu įlagi į sjįlfan geyminn žannig aš hann varš ónżtur og hlóš ekki.
Hringt var ķ eiganda bķlsins sem sagši aš nżlega hefši veriš gert viš straumstillin. Var nś śr vöndu aš rįša fyrir bķfvélavirkjann sem hafši samband viš rafvélavirkja. Hann setti ķ eitthvert aukastykki sem įtti aš bjarga mįlinu ķ horn. Žvķ mišur gleymdist aš tengja rafmagnsmęlinn aftur žannig aš hann sżndi nśllstöšu žaš sem eftir var feršar.
Haldiš var įfram en oršiš įlišiš og žvķ komiš viš ķ Varmalandi og gist žar. Morguninn eftir var lagt af staš ķ blķšskaparvešri, komiš viš į veitingahśsi BSRB ķ Munašarnesi og snętt žar. Sķšan ekiš um Bröttubrekku ķ įttina aš Bjarkarlundi. Ķ Berufiršinum tók ég eftir mér til furšu aš bķlinn var aš verša bensķnlaus. Varš aš komast į Króksfjaršarnesiš en žangaš var dįgóšur spotti. Fyrr en varši var męlirinn kominn ķ botnstöšu og ók ég eflaust 10-20 km ‚bensķnlaus‘ įšur en ég kom į bensķnsöluna.
Žegar žangaš kom fór mig aš gruna żmislegt og įkvaš aš hafa vašiš fyrir nešan mig, lagši bķlnum ķ smį halla viš tankinn til aš geta komiš mér af staš eftir aš hafa dęlt į hann – ef bķllin vęri rafmagnslaus. Žaš stóš heima og tankurinn tók varla viš meira en 10 lķtrum. Bķllinn ręsti sig ekki og žį bjargaši brekkan mér, vélin tók viš sér žegar hann rann nišur hlķšina ‚fögru‘.
Nś hófst žrišji žįttur žessarar atburšarįsar sem minnti į fjallaklifrara sem reyna aš nį nęsta įfanga eša bśšum įšur en óvešriš skellur į. Į Króksfjaršarnesinu virtist ekki vera mikiš mannlķf svo nś var įkvešiš aš reyna aš nį Bjarkarlundi. Žaš tókst en mįtti ekki tępara standa žvķ į bķlastęšinu žar fyrir utan drapst į bķlnum. Leitaši ég rįša į bensķnsölunni og žarna byrjaši žįttur žessa manns sem reyndist algjör himnasending. Hringdu ķ hann Sigvalda į Hafrafelli. Hann baš mig um aš koma meš bķlinn en ég sagši aš hann vęri steindaušur. Baušst hann žį til aš koma. Eftir hįlftķma kom hann grį- og sķšhęršur, ķ sķnum gręna sloppi, blįu NAVY-derhśfu į sķnum 20 įra sjįlfskifta Buick meš bęši rafmagnsmęlir og startkapal. Kom bķlnum ķ gang og ókum viš sķšan į sitthvorum bķlnum til Hafrafells. Žar hófst bilanagreiningin mešan ég vapp¬aši kringum hann og kona og sonur gengu um ķ hlašvarpanum, nutu undurfagurs śtsżnis og fylgdust meš bśstofninum. Ég sį aš Sigvaldi hafši višaš aš sér fjölda handbóka um bķla į a.m.k. 5 tungumįlum, žar į mešal rśssnesku.
Eftir 3 tķma kom nišurstašan: geymirinn er ónżtur, hann hlešur ekki, nokkuš sem olli of miklu įlagi į straumstillinn sbr. hér aš ofan. Hringdi ég sušur og var bęši geymir og straumstillir sendur vestur meš nęstu įętlunarferš. Sigvaldi taldi ótękt aš viš gętum ekki nżtt tķmann į mešan. Hann lįnaši okkur žvķ hlašinn geymi og gįtum žvķ ekiš um hina fögru Reykhólasveit daginn eftir. Žegar rśtan birtist kom vitaskuld ķ ljós aš straumstillirinn passaši ekki. Žetta kom Sigvalda ekki į óvart, sagši aš gerš straumstilla fęri eftir gerš startara sem afgreišslumašurinn fyrir sunnan hefši ekki įttaš sig į, aš bęndur vęru oršnir slķku vanir og skelltu upp śr ef hlutirnir pössušu eins og hönd ķ hanska.
Nś var śr vöndu aš rįša ef viš ętlušum aš halda för okkar įfram. En Hafrafellsbóndinn dó ekki rįšalaus. Hann baušst til aš lįna okkur hlešslutękiš, aš viš gętum fariš hvert sem viš vildum ef hęgt vęri aš hlaša geyminn yfir nóttina. Og ef mig vantaši verkfęri skyldi hann lįna mér žau. Ég varš ķ senn gįttašur og himinlifandi. Hafši eiginlega ekki kynnst annarri eins manngęsku og heišarleika frį žvķ ég bjó ķ Dresden 1975-77 žegar ég ķ žrķgang glataši veskinu mķnu en var alltaf skilaš aftur.
Ég žakkaši fyrir mig, sagšist ekki žurfa į verkfęrum aš halda en žiggši meš žökkum aš fį hlešslutękiš lįnaš og aš hann skyldi fį žaš aftur į bakaleišinni. Žetta bjargaši okkar feršalagi žangaš til aš žaš fór aš rigna. Uršum žį aš snśa aftur vegna žurrkanna sem gleyptu rafmagniš. Uršum aš snśa viš, taka flóabįtinn Baldur frį Brjįnslęk. Hringdi žašan ķ Sigvalda, sagšist žurfa aš breyta feršaįętlun, fęrum ekki um Reykhólasveitina, hvort hann gęti veriš įn hlešslutękisins ķ nokkra daga til. Jś žaš var ekkert sjįlfsagšara. Og žegar ég spurši hvaš ég ętti aš borga honum fyrir allan greišann, varš hann įlķka vandręšalegur og fólkiš ķ Dresden sem var bošiš fundarlaun. Hann vildi eiginlega ekki taka neitt fyrir žessar 10 kvöld- og helgarstundir sem ég hafši haft af honum. En ég gat ekki samvisku minnar vegna annaš en sent honum smį glašning meš hlešslutękinu nokkrum dögum sķšar.
Eins og įšur sagši hafa allar kenningar um samfélagiš alveg frį upphafi trśarbragša og heimspeki byggt į vissri manneskjuķmynd, aš hśn sé vond, góš – eša verši vond,góš. Fyrir mig varš žetta atvik meš mannkostabóndanum į Hafrafelli įgętis stašfesting į einni slķkri kenningu.

Skrifašu athugasemd:


Atburšadagatal

« Aprķl 2021 »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30