Tenglar

fimmtudagur 3. marsá2011 |

Ni­urst÷­ur vi­horfsk÷nnunar til lei­arvals

Kort sem sřnir hinar mismunandi lei­ir. Smelli­ ß myndina til a­ stŠkka.
Kort sem sřnir hinar mismunandi lei­ir. Smelli­ ß myndina til a­ stŠkka.
Eins og hér kom fram var á íbúafundi á Reykhólum á mánudagskvöld gerð könnun á viðhorfi fundargesta til leiðarvals þegar ákveðin verður lega nýs þjóðvegar í Reykhólahreppi. Fundinn sátu um fimmtíu manns auk sveitarstjórnar. 35 manns svöruðu könnuninni, 26 karlar og 8 konur en 1 gerði ekki grein fyrir kyni. 2 voru þrítugir eða yngri, 15 á aldrinum 31-50 ára og 18 yfir fimmtugu. Hér fyrir neðan eru niðurstöður könnunarinnar birtar.

 

1. Telur þú leið A vera vænlegan kost fyrir Vestfjarðaveg nr. 60, með eða án sjávarfallavirkjunar?

          Já sögðu 19

          Nei sögðu 6

          4 tóku ekki afstöðu

 

2. Telur þú leið B um Teigsskóg vera vænlegan kost fyrir Vestfjarðaveg nr. 60?

          Já sögðu 13

          Nei sögðu 16

          1 tók ekki afstöðu

 

3. Telur þú einhverja aðra leið koma til greina á Vestfjarðavegi nr. 60?

          Já sögðu 7

          Nei sögðu 17

          3 tóku ekki afstöðu

 

4. Telur þú sjávarfallavirkjun með leið A vera vænlegan kost?

          Já sögðu 20

          Nei sögðu 3

          6 tóku ekki afstöðu

 

5. Finnst þér rétt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að fá leið A í umhverfismat?

          Já sögðu 22

          Nei sögðu 5

          1 tók ekki afstöðu

 

6. Finnst þér rétt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að fá leið B í umhverfismat?

          Já sögðu 9

          Nei sögðu 15

          3 tóku ekki afstöðu

 

7. Hvað telur þú að standi helst í vegi fyrir vegaframkvæmdum á Vestfjarðavegi nr. 60?

          Ríkisvaldið, sögðu 15

          Sveitarstjórn, sagði 1

          Vegagerðin, sögðu 16

          Landeigendur, sögðu 7

          Annað, sögðu 3

 

8. Spurt var hvort viðkomandi teldi þá veglínu Vestfjarðavegar nr. 60 sem hann valdi hafa jákvæð eða neikvæð áhrif í Reykhólahreppi.

          Jákvæð áhrif sögðu 14

          Ekki um nein neikvæð áhrif að ræða sögðu 11

 

 

Nánari skilgreining á athugasemdum sem fram komu á fundinum

 

- Telur þú einhverjar aðrar leiðir koma til greina á Vestfjarðavegi nr. 60? Ef já, hvað þá?

          8 töldu aðrar leiðir koma til greina. Meðal þess sem talið var upp var þverun Þorskafjarðar við Þórisstaði og jarðgöng gegnum Hjallaháls, gera veg þaðan yfir Ódrúgsháls og göng gegnum Gufudalsháls, eða fara yfir Gufudalsháls að Kraká. Þvera Þorskafjörð, fjöruleið en ekki uppleið.

 

- Telur þú sjávarfallavirkjun með leið A vera vænlegan kost?

           3 gerðu þessu skil. Einn taldi grundvallaratriði að hafa virkjunina með leið A, annar taldi virkjun vera góðan kost en hún þyrfti ekki endilega að vera í Þorskafirði. Einn taldi virkjun ekki vera á dagskrá.

 

- Hvað telur þú að standi helst í vegi fyrir vegaframkvæmdum á Vestfjarðavegi nr. 60? Annað, hvað þá?

          7 gerðu þessu skil. Tveir töldu vanta samstöðu og óhlutdrægni ásamt skýrari kröfum. Einnig komu fram sjónarmið eins og vöntun á fjármagni, óskynsamleg hönnun vega og fleira.

 

- Telur þú að umrædd veglína [sú veglína sem viðkomandi valdi] á Vestfjarðavegi nr. 60 hafi jákvæð áhrif í Reykhólahreppi og þá hvers vegna?

          15 gerðu þessu skil. Meðal þess sem kom fram var aukin umferð um sveitina vegna bættra samgangna, meiri umsvif og fleiri ferðamenn. Tengir byggðir saman auk umferðaröryggis. Leið A setur Reykhóla í alfaraleið, sjávarfallavirkjun mun skapa störf til langframa, sem kemur unga fólkinu til góða.

 

- Telur þú að umrædd veglína [sú veglína sem viðkomandi valdi] á Vestfjarðavegi nr. 60 hafi neikvæð áhrif í Reykhólahreppi og þá hvers vegna?

          12 gerðu þessu skil. Enginn taldi um neikvæð áhrif að ræða.

 

- Auk þess komu fram aðrar athugasemdir frá fjórum fundargestum.

          Einn spurði hver borgaði fyrir leið A í umhverfismat.

          Einn vildi sjá leið B í umhverfismat ofan fjöru, en nálægt henni.

          Einn vildi koma því á framfæri að leið A væri eingöngu vænleg með sjávarfallavirkjun.

          Einn vildi koma því á framfæri að eins og er hafi Reykhólar ekki neitt að bjóða ferðamanni. Þegar búið væri að koma því í lag skipti ekki máli hvar vegurinn liggur.

 

Sjá einnig:

01.03.2011  Framhaldsfundur um vegamál verður haldinn

28.02.2011  Íbúafundur um vegamál í Reykhólahreppi

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, fimmtudagur 03 mars kl: 20:50

gaman a­ sjß svona afgerandi ni­urst÷­ur, enda kostar ■essi framkvŠmd (lei­ A ) ekki miki­ meira en lÝtil afskrift hjß me­al ˙rßsarvÝkingi...

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30