Tenglar

fimmtudagur 5. septemberá2013 | vefstjori@reykholar.is

Nßttfatadagur, allir me­ hßlstau, ljˇtupeysudagur

Ákveðið hefur verið að prófa að fyrsti föstudagur í hverjum mánuði verði sérstakur þemadagur í Reykhólahreppi hvað klæðaburð varðar. Fyrsti föstudagur í september er á morgun og verður náttfatadagur. Fólk í sveitarfélaginu er því hvatt til þess að klæðast náttfötum á morgun eftir því sem veður og færð og aðrar aðstæður framast leyfa.

 

Hugmyndir um þemu fram til áramóta eru þessar: 4. október verði bleikur dagur, 1. nóvember verði allir með hálstau, hvort sem það eru bindi, slaufur eða slæður, en 6. desember verði ljótupeysudagur.

 

Frekari hugmyndir eru vel þegnar í netfangið skrifstofa@reykholar.is. Jafnframt er fólk hvatt til að senda vefnum myndir frá þessum þemadögum, hvort sem það er á heimilum eða vinnustöðum eða í skólanum.

 

Hér fylgja nokkrar myndir af náttfötum, skemmtilegu hálstaui og misfallegum peysum, fundnar á netinu.

 

Sjá einnig hér á Facebook - Náttfatadagur í Reykhólahreppi

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Mars 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31