Tenglar

■ri­judagur 23. septemberá2008 |

Nßmskei­ um styrkumsˇknir til Menningarrß­s

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að standa fyrir stuttu námskeiði í gerð styrkumsókna, þar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðbeinir um ýmis grundvallaratriði. Fyrst og fremst er fjallað um gerð umsókna til Menningarráðsins sjálfs, en að sjálfsögðu nýtast slíkar leiðbeiningar einnig fyrir umsóknir til annarra aðila. Farið verður yfir umsóknareyðublað Menningarráðsins og rætt frjálslega um hvað fellur í kramið og hvað ekki hjá þeim sem fara yfir umsóknir. Jafnframt eru úthlutunarreglur skoðaðar og mismunandi áherslur við hverja úthlutun.

 

Fyrir komandi úthlutun Menningarráðsins hefur t.d. sú breyting orðið á áherslum að sérstaklega er óskað eftir umsóknum sem tengjast útgáfu fræði- og ritverka á margvíslegu formi og einnig útgáfu mynd- og hljóðdiska sem uppfylla ákveðin skilyrði.

 

Námskeiðin verða haldin á fjórum stöðum á Vestfjörðum:

 

23. sept. (þri) kl. 17 - Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði.

24. sept. (mið) kl. 17 - Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði.

25. sept. (fim) kl. 17 - Grunnskólanum á Reykhólum.

26. sept. (fös) kl. 17 - Félagsheimilinu Sævangi, Ströndum.

 

Allir eru velkomnir á námskeiðin og ekki þarf að greiða þátttökugjald eða skrá sig fyrirfram. Frestur til að sækja um verkefnastyrki til ráðsins er til föstudagsins 3. október og allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar ásamt umsóknarforminu er að finna á vef Menningarráðsins. Nánari upplýsingar gefur Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða í netfanginu menning@vestfirdir.is eða í síma 891 7372.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31