Tenglar

f÷studagur 18. marsá2011 |

Nafni­ ß nřja skipi­ vali­ - Grettir skal ■a­ heita

1 af 2
Tilkynnt var í lok árshátíðar Reykhólaskóla núna í kvöld um valið á nafni á hinu nýja flutningaskipi Þörungaverksmiðjunnar. Nafnið er Grettir og verðlaunin fyrir tillöguna hlutu systurnar Aðalbjörg og Elínborg Egilsdætur á Mávavatni. Í viðurkenningarskyni fá þær peninga á verðtryggðum bankareikningi. Eins og hér var greint frá efndi Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum til samkeppni um nafn á skipið meðal nemenda Reykhólaskóla.

 
Elínborg er fjórtán ára og í áttunda bekk. Aðalbjörg er tíu ára og í fimmta bekk. Þær systurnar eru á mynd nr. 2.
   

Fjöldi tillagna barst og voru hver annarri betri, að mati dómnefndar. „Má með sanni segja að hugmyndaflug nemendanna er frjótt og skapandi. Við megum vera stolt af börnunum okkar sem byggja munu samfélag okkar til framtíðar", segir Atli Georg Árnason, frkvstj. Þörungaverksmiðjunnar hf. „Þetta get ég sagt með sanni vegna þess að nokkur nafnanna sem lögð voru til voru því miður frátekin undir einkaleyfi hjá Skipaskrá Íslands.“

 

Nafnið Grettir varð fyrir valinu vegna mikillar tengingar Grettis sterka Ásmundarsonar við Reykhóla. Fræg er veturvist hans á Reykhólum ásamt fóstbræðrunum Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi, sem og athafnir þeirra ýmsar - og misfriðsamlegar - þann vetur. Þorgeir dvaldist reyndar iðulega á Reykhólum hjá stórhöfðingjanum Þorgilsi Arasyni frænda sínum.

 

Hæst ber frásögnina af því þegar þeir þrír saman sóttu nautið út í Ólafseyjar og samskipti þeirra þriggja við baðlaugina á Reykhólum - sem síðar var kölluð Grettislaug.

 

Í Fóstbræðra sögu segir - og þar er hreysti þeirra kappanna hvergi smækkuð - að ámóta hafi verið afl þeirra tveggja og Grettis eins.

 

„Lék Þorgeiri næsta öfund á um afl Grettis“, segir í Grettis sögu.

 

„Skipið mun bera nafn með rentu þar sem við höfum mjög öflugan krana um borð, sem óhætt er að segja að muni lyfta Grettistaki fyrir okkur“, segir Atli Georg Árnason.


Smellið á myndirnar til að stækka. 
 

14.03.2011  Samkeppni um nafn á nýja flutningaskipið

 

Athugasemdir

Gu­mundur, sunnudagur 20 mars kl: 10:13

Flott nafn! skemmtilegt a­ ■Šr systur ß Mßvavatni komi me­ ■etta nafn, ■vÝ ■Šr b˙a mj÷g nßlagt Bolaskei­i ■ar sem Grettir bar nauti­ sitt ß her­um sÝnum.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30