Tenglar

f÷studagur 23. marsá2012 |

NŠsti biskup me­ rŠturnar Ý Reykhˇlasveit?

Sr. Agnes M. Sigur­ardˇttir.
Sr. Agnes M. Sigur­ardˇttir.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi (og þar með prófastur yfir Reykhólaprestakalli) fékk flest atkvæði í fyrri umferð biskupskjörs. Talið var í dag. Átta gáfu kost á sér og hlaut enginn hreinan meirihluta þannig að kosið verður um tvö efstu, sr. Agnesi og sr. Sigurð Árna Þórðarson. Sr. Agnes er dóttir sr. Sigurðar Kristjánssonar frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, sem lengst af var prestur á Ísafirði og prófastur.

 

Sr. Sigurður faðir sr. Agnesar fæddist á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit árið 1907. Hann var bróðir Finns Kristjánssonar á Skerðingsstöðum, sem núna er aldraður maður á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Margt afkomenda Finns og skylduliðs er búsett á Reykhólum.

 

Agnesarnafnið er úr Hjallaætt í Þorskafirði. Af þeirri ætt er einnig margt annað ágætt fólk þó að ekki verði talið nánar hér  ...

  

Í minningargrein um sr. Sigurð Kristjánsson frá Skerðingsstöðum, föður sr. Agnesar, segir einn af kollegum hans:

 

Í Reykhólasveit eru smjörblettir handa sauðfé, ilmsterk og bragðmikil grös. Mér þótti prófasturinn sameina harðfylgi hins þolinmóða fjármanns og glaðværa rósemi kúabóndans, sem er bundinn af mjöltum tvisvar sinnum á dag allan ársins hring. Séra Sigurður var góður hirðir.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31