Tenglar

sunnudagur 26. febr˙ará2012 |

Mottumars - n˙ er a­ safna yfirskeggi og peningum

Karlar sem ætla að taka þátt í árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins vegna karlmanna og krabbameina ættu nú að fara að huga að skeggsöfnun því Mottumars verður hleypt formlega af stokkunum á fimmtudag, 1. mars. Úrslitin ráðast svo mánuði seinna. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein en í þriðja sinn sem karlmenn eru hvattir til að safna yfirskeggi og styrktaráheitum.

 

„Átakið í fyrra heppnaðist einstaklega vel og sá fjöldi karlmanna sem tók virkan þátt í skeggsöfnuninni var ótrúlegur. Við vonum að enn fleiri safni yfirvararskeggi núna, hvort sem er í einstaklings- eða liðakeppninni, og hvetjum jafnframt alla til að tileinka sér upplýsingar um það hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir krabbamein eða greina það snemma,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.

 

Átakið er sem fyrr tvíþætt, árveknisátak og fjáröflunarátak, og verður söfnunarféð notað til að efla forvarnir og fræðslu, rannsóknir og ráðgjöf. Einn af hverjum þremur karlmönnum fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Árlega greinast hér á landi að meðaltali um 720 karlar með krabbamein og árlega deyja að meðaltali um 280. Margt bendir til að koma megi í veg fyrir þriðjung krabbameina með fræðslu og forvörnum.

 

Skráning þátttakenda senn að hefjast

 

Keppendur í Mottumars skrá sig til leiks á vefsíðunni www.karlmennogkrabbamein.is. Opnað verður fyrir skráningu núna í lok febrúar og þar er einnig safnað áheitum til styrktar Krabbameinsfélaginu. Sem fyrr verður hægt að taka þátt í keppninni bæði sem einstaklingar og lið. Þá verður einnig hægt að skrá sig eftir búsetu og keppa þannig fyrir hönd síns byggðarlags.

 

Ýmsar nýjungar munu líta dagsins ljós, svo sem að einstaklingur skráir sig og getur síðan skráð sig í lið, keppendur geta sett sér sjálfir markmið í áheitasöfnun, leikir meðan á keppninni stendur verða í boði og nöfn þátttakenda sem hafa safnað tiltekinni fjárhæð á tilskildum tíma verða settir í pott. Dregið verður vikulega úr þeim potti og eru veglegir vinningar í boði.

 

Þeir sem safna mestum áheitum, bæði í einstaklings- og liðakeppninni, fá viðurkenningu sem nefnist Mottan 2012 og glæsilega vinninga.

 

Markið sett á 35 milljónir króna

 

Tæpar 30 milljónir króna söfnuðust í Mottumars í fyrra og hefur markið verið sett á 35 milljónir króna í ár. Sigurvegari í einstaklingskeppninni í fyrra varð Magnús heitinn Guðmundsson, Bjarndís Sjöfn Blandon varð í 2. sæti og Bergsveinn Alfons Rúnarsson í 3. sæti. Í liðakeppninni sigraði Arion banki, Byko varð í 2. sæti og Landsvirkjun í 3. sæti.

 

Nánari upplýsingar veita:

 

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands,

sími 540 1900, farsími 895 0218

 

Laila Sæunn Pétursdóttir, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands,

sími 540 1926, farsími 693 0175

 

Krabbameinsfélag Breiðfirðinga er eitt af aðildarfélögum Krabbameinsfélags Íslands.

 

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30