Tenglar

mßnudagur 21. j˙lÝá2008 |

Mjˇlkurst÷­in sem aldrei var­ mjˇlkurst÷­ skiptir litum

1 af 2

Gamla mjólkurstöðin á Reykhólum hefur tekið stakkaskiptum síðustu dagana. Ljósgulbrúnn liturinn er horfinn undir hvíta málningu og þakið hefur líka fengið yfirhalningu. Þótt húsið gangi í munni margra enn í dag undir heitinu Mjólkurstöðin hefur þar aldrei verið mjólkurstöð. Og verður aldrei. Líka er iðulega talað um gamla samkomuhúsið. Sú nafngift er nær sanni, því að hluti þess var í áratugi notaður sem samkomuhús.

 

Húsið var byggt upp úr 1960 og átti að verða mjólkurstöð. Á sama tíma var líka byggð mjólkurstöð í Búðardal og varð niðurstaðan sú, að hagkvæmara væri að flytja mjólkina þangað, í stað þess að reka tvær vinnslustöðvar á ekki stærra svæði.

 

Árið 1969 var norðurendi hússins gerður að samkomuhúsi með samkomusal, eldhúsi og snyrtingum. Í enda salarins var upphækkað svið fyrir hljómsveitir og leiksýningar og annað slíkt.

 

Núna sjöunda sumarið í röð er Hlunnindasýningin á Reykhólum í samkomusalnum gamla. Leiksviðið var þiljað af og má þar líta ýmsa gamla muni og fróðleik úr héraðinu. Í anddyrinu hefur lengi verið upplýsingaskrifstofa fyrir ferðafólk yfir hásumarið.

 

Í suðurenda hússins hefur Bátasafn Breiðafjarðar aðstöðu. Í kjallaranum eru geymslur fyrir ýmis tæki og tól í eigu hreppsins ásamt smíðaverkstæði. Húsið er í eigu Reykhólahrepps.

 

Eftir að hið nýja og glæsilega íþróttahús á Reykhólum kom til sögunnar fyrir nokkrum árum hefur það verið notað til samkomuhalds. Hins vegar hefur gamli samkomusalurinn í gömlu mjólkurstöðinni sem aldrei varð mjólkurstöð gengið í endurnýjun lífdaga á Reykhóladeginum ár hvert.

 

Fyrir stuttu var hér greint frá skúlptúrnum sem hvarf – tröppunum sem aldrei voru notaðar. Sá er munurinn á þeim og húsinu sjálfu, að það hefur fengið ýmis hlutverk um dagana þótt önnur yrðu en ætlað var í fyrstu.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31