Tenglar

mßnudagur 16. nˇvemberá2009 |

Minkavei­ar styrktar ßfram en refavei­ar ekki

Fjárframlög ríkisins til refaveiða verða felld niður, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga. Hins vegar verða minkaveiðar styrktar áfram, á þeim grundvelli á minkurinn sé aðskotadýr í íslenskri náttúru. Sveitarfélög hafa til þessa greitt veiðimönnum fyrir að veiða bæði ref og mink en síðan fengið styrki á móti frá ríkinu. Þannig endurgreiðir ríkið sveitarfélögum allt að 3.500 krónur fyrir hvert refaskott á þessu ári.

 

Umhverfisstofnun hefur nú sent sveitarfélögum landsins bréf þess efnis að þau geti ekki vænst þess að fá endurgreiðslur vegna refaveiða á næsta ári, enda sé búið að fella niður fjárveitinguna í fjárlagafrumvarpinu, en hún var samtals um 17 milljónir króna í ár. Hins vegar er áfram gert ráð fyrir því að styrkja minkaveiðar með samsvarandi framlagi.

 

Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins kemur fram, að niðurfelling styrkja til refaveiða séu liður í markmiði umhverfisráðuneytisins að mæta markmiði ríkisstjórnarinnar um lækkun ríkisútgjalda.

 

Þegar spurt er hvers vegna greinarmunur er gerður á refa- og minkaveiðum og hvers vegna ríkið vill hlífa refnum en herja áfram á minkinn, svarar Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytsins því til, að minkurinn sé innflutt tegund, sem ekki teljist hluti af íslenskri náttúru, öfugt við refinn. Það sé beinlínis vilji til þess að útrýma minknum og í gangi tilraunaverkefni í því skyni.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31