Meistarapróf um virkjun sjávarfalla á Vestfjörðum
Bjarni hélt mjög vel sóttan kynningarfund á Reykhólum 18. mars og gerði þar grein fyrir hugmyndum um að samþætta veg og virkjun í sameiginlegu mynni Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Búið er að stofna sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vesturorka - WesTide ehf. Að því standa í dag, auk Bjarna, Orkubú Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Í meistararitgerð Bjarna er varpað ljósi á möguleika þess að virkja orku sjávarfalla á strandsvæðum Vestfjarða. Til að kanna hagkvæmni þess að nota orku sjávar sem endurnýjanlega orkuuppsprettu er nálgun verkefnisins bæði vísindaleg og hagnýt. Áhersla er lögð á aðferðir sem nýttar eru við gerð vegstífluvirkjana og þann áhugaverða möguleika sem þær bjóða.
Sjá einnig:
rhol 16.03.2010 Kynning á þverun fjarða og sjávarfallavirkjun