Tenglar

mßnudagur 2. nˇvemberá2015 |

Marghßttu­ dagskrß hjß eldri borgurum

Eins og endranær er sitthvað um að vera hjá Félagi eldri borgara í Dölum og Reykhólahreppi og verður hér rakið það helsta sem er á döfinni. Viðburðir eru í Leifsbúð í Búðardal eða Barmahlíð á Reykhólum kl. 13.30 alla fimmtudaga í nóvember. Núna á fimmtudaginn er félagsvist í Leifsbúð, 12. nóvember er söngur og fleira í Barmahlíð, 19. nóvember er bingó í Leifsbúð og 26. nóvember er jólafundur, dagskrá í Leifsbúð. Kaffiveitingar alla dagana.

 

Kórinn æfir alla mánudaga kl. 17. Alla þriðjudaga í nóvember býður Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal eldri borgurum í kaffisopa og spjall kl. 10.30-11.30.

 

Gönguhópurinn gengur rösklega í Búðardal á mánudögum og föstudögum og mætir svo inn á Silfurtún á eftir í spjall við heimilisfólk.

 

Aðgangur að tækjasal í Búðardal er í hádeginu á miðvikudögum.

 

Frítt er í sund á Laugum í Sælingsdal fyrir eldri borgara alla þriðjudaga kl. 15.30-17. Sameinast er í bíla.

 

Hugmyndin er að koma á þjálfun í boccia ef áhugi er fyrir hendi. Einnig að kanna hvort og hvaða námskeið er hægt að bjóða.

 

Stjórn félagsins hvetur fólk 60 ára og eldra til að ganga í félagið og hafa gaman saman.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30