Tenglar

mi­vikudagur 5. oktˇberá2011 |

Logi Geirsson rŠ­ir mßlin: Allir geta nß­ ßrangri

Handboltaþruman Logi Geirsson heldur fyrirlestur í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöld, undir yfirskriftinni Það fæðist enginn atvinnumaður. Tilefni heimsóknar Loga er hinn árlegi Forvarnadagur sem er í dag. Það eru tómstundafulltrúi Strandabyggðar og Félagsmiðstöðin Ozon á Hólmavík í samvinnu við Reykhólahrepp, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp, HSS, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Grunnskólann á Hólmavík sem fengu Loga til að koma. Fyrirlesturinn er öllum opinn og tekið fram að fólk í Reykhólahreppi sé sérstaklega boðið velkomið.

 

Logi vann til fjölda verðlauna á ferli sínum með félagsliðum auk bronsverðlauna með landsliðinu á EM 2010, að ógleymdum silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Hann fæddist ekki atvinnumaður frekar en nokkur annar og þurfti að leggja hart að sér til að ná þessum frábæra árangri. Hann telur að allir geti orðið atvinnumenn, allir geti risið upp og farið fram úr eigin væntingum - allir geta náð árangri. Logi mun tala sérstaklega til ungs fólks um setningu markmiða, þjálfun, hugarfarsþáttinn og fleira sem huga þarf að ætli fólk að ná langt.

 

Ekki á Logi langt að sækja áhugann á handbolta eða hæfileikana í þeirri íþrótt. Geir Hallsteinsson faðir hans var á sínum tíma besti handknattleiksmaður Íslendinga og Hallsteinn Hinriksson afi hans er réttilega kallaður faðir handboltans á Íslandi. Vagga handboltans hérlendis var í FH í Hafnarfirði og Hallsteinn heitinn smíðaði hana.

 

Forvarnadagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.

 

Forvarnadagurinn 2011 - myndskeið og ýmsar upplýsingar.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30