Tenglar

fimmtudagur 13. desemberá2012 | Hlynur ١r Magn˙sson

Ljˇsmyndabˇk - myndir eftir Ingibj÷rgu Ý Garpsdal

1 af 3

Bók sem heitir því einfalda nafni Vestfirðir - Ljósmyndabók kom út í gær, þann 12.12.2012. Þar er að finna yfir 100 ljósmyndir sem 50 Vestfirðingar hafa tekið. Bókin er hugarsmíð útgefandans, Eyþórs Jóvinssonar á Flateyri, sem á síðasta ári gaf út ljósmyndabókina Sjómannslíf. Í kynningu segir:

 

Bókin byggist á því að safna saman 50 Vestfirðingum í eina bók, þar sem hver og einn fær eina opnu fyrir sínar myndir af Vestfjörðum - Vestfirðingar að mynda Vestfirði. Ljósmyndararnir eru jafnt áhuga- og atvinnumenn, þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun og aðrir sem hafa myndað í yfir hálfa öld. Allt frá 15 ára stelpu til karla á besta aldri. Fyrir vikið verður bókin einstaklega fjölbreytt, myndefni margvíslegt og víðs vegar af Vestfjörðum.

 

Hér fylgja tvær myndir úr bókinni. Höfundur þeirra er Ingibjörg Kristjánsdóttir í Garpsdal við Gilsfjörð.

 

Menningarráð Vestfjarða styrkti útgáfu bókarinnar.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Mars 2018 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31