Tenglar

mi­vikudagur 31. desemberá2008 |

Liti­ yfir farinn veg ß kve­judegi ßrsins 2008

Tumi og branduglan.
Tumi og branduglan.
1 af 9

Við áramót er venja að líta yfir farinn veg. Hér á vef Reykhólahrepps er það gert með því að skoða svipmyndir frá liðnu ári, auk þess sem hér fyrir neðan er stiklað á stóru um vefinn sjálfan. Tíndar hafa verið saman allmargar myndir sem ýmsir hafa tekið og við ýmis tækifæri. Allar eiga myndirnar það sammerkt að hafa verið teknar á árinu sem er að kveðja og hafa birst hér á vefnum með einum eða öðrum hætti. Margar hafa fylgt fréttum, aðrar eru í myndasyrpunum sem öðru hverju eru settar í ljósmyndasafnið og enn aðrar eru úr myndasöfnum sem tengd eru hér á vefnum (sjá í valmyndinni til vinstri: Ljósmyndir > Myndasyrpur / Ýmis myndasöfn). Nýjasta myndasyrpan þar er einmitt sú sem hér um ræðir og ber yfirskriftina Svipmyndir ársins 2008.

 

Þegar myndunum er flett ætti að rifjast upp fyrir mörgum sitthvað frá liðnu ári þó að í syrpunni sjálfri séu ekki textar með þeim - vefkerfið býður ekki upp á slíkt að svo stöddu. Nokkrar þeirra fylgja hins vegar þessari frétt ásamt stuttaralegum textum (smellið á til að stækka). Höfunda myndanna er ekki getið við hverja og eina enda hefur þeirra í flestum tilvikum verið getið þegar þær birtust upphaflega. Margar þeirra tóku undirritaður og Óskar sveitarstjóri en auk þess er þar meðal annars að finna myndir úr söfnum Fjólu Benediktsdóttur, Árna Geirssonar og Þórarins Ólafssonar (Ljósmyndir > Ýmis myndasöfn).

 

Þessi nýi vefur Reykhólahrepps var opnaður á sumardaginn fyrsta, 24. apríl á liðnu vori. Vikurnar á undan höfðu hins vegar verið settar inn á hann nokkrar fréttir ásamt allmiklu af gögnum svo að lesendur kæmu ekki að tómum kofa þegar hann væri opnaður. Þar á meðal voru komnar inn allar fundargerðir hreppsnefndar og undirnefnda hreppsins nokkur ár aftur í tímann, eða allt sem fyrir hendi var á tölvutæku formi. Fundargerðirnar hér á vefnum eru alls á þriðja hundraðið og eru mörgum gagnlegar heimildir til uppflettingar af ýmsu tilefni. Margt annað efni sem varðar stjórnsýslu hreppsins, fólki og þegnum til gagnsemi og upplýsingar, er einnig að finna hér á vefnum.

 

Fréttir sem settar hafa verið inn á þennan nýja vef hreppsins frá því í vor eru rétt tæplega þrjú hundruð. Auk þess hafa tilkynningar verið birtar í reitnum neðst til hægri og viðburðir skráðir í dagatalið ofarlega til hægri.

 

Smátt og smátt, jafnt og þétt, er unnið að pistlaskrifum og gagnasöfnun varðandi söguna, landið og fólkið á svæðinu sem Reykhólahreppur í núverandi mynd spannar. Þeir undirvefir verða hins vegar ekki opnaðir - verða ekki settir í loftið, eins og kallað er - fyrr en þar er kominn saman allverulegur gagnagrunnur.

 

Tilgangur vefjar af þessu tagi er fyrst og fremst þjónusta við fólkið í sveitarfélaginu. Reynslan annars staðar og almenn skynsemi segja hins vegar, að ekki sé alveg nóg að birta einungis fundargerðir og fjárhagsáætlanir og ársreikninga og annað slíkt á vefjum sveitarfélaga, heldur þurfi að vera kjöt á beinunum til þess að fólk fari yfirleitt inn á slíka vefi. Einmitt þess vegna birtist hér oft í fréttadálkinum ýmislegt sem er í raun gersamlega óviðkomandi rekstri hreppsins. Vefur sem hefur einungis að geyma ársreikninga og fundargerðir er ekki lifandi.

 

Það sem ritað var hér á sumardaginn fyrsta, þegar vefurinn var opnaður, er enn í fullu gildi og skal hér vísað til þess. Eftirfarandi sem þar stendur skal þó áréttað sérstaklega:

 

Nauðsynlegt er að fólkið í Reykhólahreppi og aðrir veiti liðsinni og bendi á viðburði sem telja má fréttnæma eða frásagnarverða á þessum vettvangi. Rétt er að hafa í huga, að smáfréttir úr mannlífinu (nú eða dýralífinu) geta verið alveg eins merkilegar og stórfréttir - og oft skemmtilegri. Allar ábendingar eru vel þegnar og lítið mál er að senda stafrænar myndir netleiðis til umsjónarmanna. Jafnframt er nauðsynlegt að lesendur vefjarins séu vakandi yfir hvers konar villum og missögnum og láti vita af þeim, svo að laga megi og leiðrétta. Þar má líka nefna ábendingar um óvirka tengla.

 

Með bestu nýársóskum og von um góða samvinnu á komandi ári. Hjálpið til þess - alveg endilega - að halda vef Reykhólahrepps lifandi. Til dæmis með því að senda góðar og skemmtilegar myndir frá áramótabrennunni  - strax núna í kvöld! Hafið samband líka á morgun og hinn daginn og allt komandi ár. Hér skal áréttað það sem áður var vikið að: Smáfréttir geta verið alveg eins merkilegar og stórfréttir. Og oft skemmtilegri.

 

Bestu þakkir fyrir samstarfið. Gleðilegt ár 2009.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31