Tenglar

mßnudagur 19. marsá2012 |

LÝka h˙snŠ­isskortur ß HˇlmavÝk

SÚ­ til HˇlmavÝkur / Jˇn Halldˇrsson.
SÚ­ til HˇlmavÝkur / Jˇn Halldˇrsson.

Sveitarstjórn Strandabyggðar ákvað í síðustu viku að ganga til viðræðna við Hornsteina, fasteignafélag, um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem fyrirtækið áformar að byggja á Hólmavík. „Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inni á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu“, segir á vef Strandabyggðar.

 

Fyrir helgina var hér á Reykhólavefnum greint frá tilfinnanlegum húsnæðisskorti á Reykhólum.

 

„Um þessar mundir er fjöldi fjölskyldna og einstaklinga að leita eftir húsnæði í sveitarfélaginu, bæði fólk sem þarf að flytja milli húsnæða á Hólmavík en einnig fólk sem hefur áhuga á að flytja í Strandabyggð frá öðrum sveitarfélögum. Þá hafa fyrirspurnir eftir byggingarlóðum aukist og hefur byggingarfulltrúa verið falið að undirbúa auglýsingu á þeim lóðum sem til eru og skoða frekari möguleika á deiliskipulagningu fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu“, segir þar einnig.

 

Strandabyggð

Ljósmyndablogg Jóns Halldórssonar á Hólmavík

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, mßnudagur 19 mars kl: 18:14

Gaman vŠri ef ■essi frÚtt vŠri frß Reykhˇlum

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31