Tenglar

mi­vikudagur 3. ßg˙stá2016 | Hlynur ١r Magn˙sson

LÚt sÚr annt um alla sem nŠrri henni voru

Írn SnŠvar og MargrÚt.
Írn SnŠvar og MargrÚt.

Hjónin Margrét Guðlaugsdóttir og Örn Snævar Sveinsson skipstjóri fluttust núna um mánaðamótin suður í Hveragerði eftir fjórtán ára búsetu og störf á Reykhólum. „Margrét hefur unnið hér í Barmahlíð í fjölda ára og á skilið lof fyrir sitt flotta starf,“ segir Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Hún var alltaf tilbúin að aðstoða við alls kyns saumaskap á fatnaði heimilismanna, þó það væri ekki beint í hennar verkahring. Hún var duglegur starfsmaður sem lét sér annt um alla sem nærri henni voru. Við starfsfólkið hér í Barmahlíð viljum kveðja hana og óskum henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga.

 

Af árunum fjórtán á Reykhólum var Örn Snævar fyrstu sjö árin stýrimaður en þau seinni sjö skipstjóri á skipum Þörungaverksmiðjunnar, Karlsey og síðan Gretti. Í fyrstu vann Margrét á leikskólanum á Reykhólum en síðan á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð og jafnvel á báðum stöðum jafnhliða.

 

Athugasemdir

Jˇhanna Ísp Einarsdˇttir, mi­vikudagur 03 ßg˙st kl: 18:16

Gangi ykkur vel :)

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« MaÝ 2018 »
S M Ů M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31