Tenglar

fimmtudagur 28. aprÝlá2011 |

Landsvala ger­i sig heimakomna Ý hßva­a

1 af 2
Landsvala, sem er flækingsfugl hérlendis, gerði sig heimakomna í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum í vestanrosanum um daginn þegar gekk á með éljum. Þorgeir Samúelsson segir að svalan hafi verið allsendis óhrædd að koma inn í hávaðann í verksmiðjunni. „Hún flaug þar um og virtist una sér við að tína flugur. Dyr voru opnaðar til að athuga hvort hún vildi komast út. Hún gerði greinilegan mun á veðrinu inni og úti og var jafnharðan komin inn aftur.“

 

Landsvalan (hirundo rostica) er sögð algengur sumargestur hérlendis frá miðjum apríl. Þorgeir lýsir henni svo, að hún sé svartgljáandi að ofan og á höfði, með svart bringuband, rauðbrún á kverk og einnig framan á enni. Vængir eru langir og stélið djúpklofið, kviður og bringa ljósgul. Hún flýgur hratt og léttilega og er einstaklega flugfim í litlu rými, svo sem inni í húsum og þar sem hún kemst inn. Fætur eru svipaðir og á trjáfuglum og hafa gott grip.

 

Þorgeir man ekki til að hafa séð landsvölu hér um slóðir áður. Hins vegar er hún þekkt á Suðurlandi og sérstaklega í Skaftafellssýslum og mun hafa orpið þar alloft.

 

Annar starfsmaður Þörungaverksmiðjunnar, Unnsteinn Birgisson, tók myndirnar sem hér fylgja.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31