Tenglar

mi­vikudagur 25. nˇvemberá2015 | Hlynur ١r Magn˙sson

Kvˇtakerfi­ ver­i afnumi­ ß tÝu ßrum

Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og kindakjötsframleiðslu mun renna sitt skeið á enda á næstu tíu árum, samkvæmt hugmyndum sem uppi eru í viðræðum um nýja búvörusamninga á milli bænda og ríkisins. Í staðinn fyrir beingreiðslur koma gripa- og framleiðslugreiðslur í mjólkurframleiðslu og gæðastýringargreiðslur í sauðfjárrækt. Ekki hefur komið fram hvaða fjármuni ríkið er tilbúið að leggja fram til stuðnings þessum greinum.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir einnig m.a.:

 

Búvörusamningar fyrir framleiðslu mjólkur og grænmetis renna út nú um áramót og samningar um framleiðslu sauðfjárafurða í lok næsta árs. Samninganefndir bænda og ríkisins hafa setið að samningum frá því í haust. Þessa dagana eru forystumenn bænda að kynna stöðu mála fyrir kjörnum fulltrúum og á almennum bændafundum.

 

Lengi hefur verið kvótakerfi í helstu framleiðslugreinum landbúnaðarins, mjólk og kindakjöti. Gefið hefur verið út greiðslumark sem er ávísun á stuðning ríkisins og takmarkar framleiðslu. Kvótinn hefur orðið að eign og gengið kaupum og sölum.

 

Meginbreytingin í þeim hugmyndum sem nú liggja fyrir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, er að leggja af þetta kerfi og tryggja að stuðningur ríkisins gangi til þeirra bænda sem framleiða afurðirnar. Það mun hafa í för með sér einhverjar tilfærslur á fjármagni, sérstaklega í sauðfjárræktinni. Afnám kvótans á einnig að skapa aukið svigrúm fyrir nýliðun í greinunum.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Jan˙ar 2018 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31