Tenglar

mi­vikudagur 28. marsá2012 |

Kryddjurtanßmskei­ ß HˇlmavÝk ß laugardag

Kryddjurtanámskeið sem auglýst hafði verið í Tjarnarlundi í Saurbæ núna á laugardag, 31. mars, færist til Hólmavíkur og verður kennt í Grunnskólanum. Jafnframt er skráningarfresturinn lengdur fram á laugardagsmorgun, þar sem nú þegar eru komnir nógu margir til að öruggt sé að af námskeiðinu verði. Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri sér um framkvæmdina en Fræðslumiðstöð Vestfjarða tekur við skráningum og kemur að skipulagningu á ýmsan hátt. Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á matjurtarækt.

 

Eftirfarandi verður tekið fyrir á námskeiðinu:

  • Ræktun áhugaverðra kryddjurta, laukjurta og matjurta í eigin garði. Fjallað verður um staðsetningu, mótun og uppbyggingu nytjajurtagarðsins. Farið vandlega í gegnum ræktun einstakra tegunda af matjurtum og kryddjurtum, bæði algengra og fágætra. 
  • Kennt verður meðal annars hvernig á að rækta matlauk, skalottlauk, hvítlauk, dill, steinselju, garðablóðberg (timían), fenniku, garðertur og stilkbeðju og hvernig uppskera megi ferskt salat allt sumarið. Einnig verður fjallað um sáningu, forræktun og gróðursetningu, skiptiræktun og áburðargjöf. 
  • Þá verða skoðaðar ýmsar áhugaverðar hliðar á ræktuninni, eins og nýting blóma, bæði í matreiðslu og sem vörn gegn skaðvöldum matjurta. Farið verður yfir hvaða geymsluaðferð er best og hvernig nota má uppskeruna í matargerð. Þátttakendur fá nytsamlegar uppskriftir rétta þar sem uppskeran er í aðalhlutverki. 
  • Einnig fer fram verkleg kennsla í sáningu.

Leiðbeinandi er Auður Jónsdóttir. Kennslutími laugardaginn 31. mars kl 10-16. Verð kr. 13.500.

 

Minnt er á, að mörg stéttarfélög niðurgreiða tómstundanámskeið.

 

Skráning hér í síðasta lagi á laugardagsmorgun.

 

Nánari upplýsingar gefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Hólmavík, s. 451 0080 og 867 3164.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31