Tenglar

mßnudagur 13. aprÝlá2009 |

Karlar velkomnir ß konuhitting ß Skri­ulandi

Skri­uland Ý SaurbŠ.
Skri­uland Ý SaurbŠ.

Venjubundinn konuhittingur verður á Skriðulandi í Saurbæ annað kvöld, þriðjudagskvöld. Hann hefst kl. 20 og stendur eins lengi og hentar. Léttar veitingar í boði. Konur hafi með sér einhverja handavinnu. Karlar mega koma líka enda hafi þeir einnig með sér handavinnu og lofi að einbeita athyglinni að henni.

 

Hittingar þessir hafa verið á Skriðulandi annan hvern þriðjudag síðustu mánuði. Dóra á Skriðulandi segir að hingað til hafi enginn karl látið sjá sig þar. Konur hafa hins vegar yfirleitt verið milli tuttugu og þrjátíu.

 

Væntanlega verður síðasti hittingurinn af þessu tagi á þriðjudagskvöldið eftir hálfan mánuð. Eftir það tekur sauðburður við í sveitum og síðan almenn vorverk. Þess vegna má búast við að lítill tími verði fyrir handavinnu og hittinga þangað til vetur er genginn í garð á nýjan leik.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30