Tenglar

sunnudagur 26. aprÝlá2009 |

JafnrŠ­i flokka Ý kj÷rdŠminu me­ ˇlÝkindum

Yngsti ■ingma­urinn,  ┴smundur Einar Da­ason.
Yngsti ■ingma­urinn, ┴smundur Einar Da­ason.

Jafnræðið með fjórflokknum svokallaða í Norðvesturkjördæmi má telja nánast með ólíkindum. Aðeins munar 0,4 prósentustigum á þeim flokki sem flest atkvæði fékk í kosningunum í gær og þeim sem lenti í fjórða sætinu. Útdeiling jöfnunarsæta á landsvísu veldur því hins vegar að Vinstri græn, sem næstflest atkvæði fengu í kjördæminu, fá þrjá menn í kjördæminu á þing, en hinir flokkarnir þrír fá tvo menn hver. Frjálslyndi flokkurinn náði hins vegar ekki manni inn í þessu sterkasta vígi sínu og fellur þar með út af þingi. Mikið vantaði á kjörfylgi hjá Borgarahreyfingunni og Lýðræðishreyfingunni í kjördæminu til að koma fulltrúa á þing.

 

Norðvesturkjördæmi er eina kjördæmi landsins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fær meira fylgi en Samfylkingin þótt afar litlu muni.

 

Niðurstaðan í NV-kjördæmi varð þessi - í fylgisröð:

 

          22,9%  Sjálfstæðisflokkur

          22,8%  Vinstrihreyfingin - grænt framboð

          22,7%  Samfylkingin

          22,5%  Framsóknarflokkur

            5,3%  Frjálslyndi flokkurinn

            3.3%  Borgarahreyfingin

            0,4%  Lýðræðishreyfingin

 

Þingmenn Norðvesturkjördæmis (og þar með Reykhólahrepps) eftir kosningarnar eru þessir:

 

          1. Ásbjörn Óttarsson, Sjálfstæðisflokki

          2. Jón Bjarnason, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði

          3. Guðbjartur Hannesson, Samfylkingunni

          4. Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki

          5. Einar Kristinn Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki

          6. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði

          7. Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingunni

          8. Guðmundur Steingrímsson, Framsóknarflokki

          9. Ásmundur Einar Daðason, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði (jöfnunarþingsæti)

 

Sex af þessum níu þingmönnum koma nýir sem fullgildir inn á Alþingi: Ásbjörn, Gunnar Bragi, Ólína, Guðmundur, Ásmundur Einar og Lilja Rafney, en hún hefur reyndar áður verið varaþingmaður og tekið sæti á þingi. Aðeins Jón Bjarnason, Guðbjartur Hannesson og Einar K. Guðfinnsson áttu fyrir sæti á þingi. Ásmundur Einar Daðason, búfræðingur og bóndi á Lambeyrum í Laxárdal í Dölum, er yngstur þingmanna eftir þessar kosningar, 26 ára.

 

Nokkuð var um útstrikanir á kjörseðlum í NV-kjördæmi en hvergi nærri því í líkingu við það sem gerðist í öðrum kjördæmum. Flestar útstrikanir fengu Ólína Þorvarðardóttir hjá Samfylkingu (um 170 útstrikanir), Jón Bjarnason hjá Vinstri grænum (um 150 útstrikanir) og Ásbjörn Óttarsson hjá Sjálfstæðisflokki (rúmlega 90 útstrikanir). Þessar útstrikanir breyta engu um röð þingmanna.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31