Tenglar

mi­vikudagur 24. febr˙ará2010 |

I­ulega ■arf a­ a­sto­a vegfarendur Ý vandrŠ­um

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi fór í sextán útköll á árinu 2009. Þó að starfsemin láti ef til vill ekki mikið yfir sér er alltaf nokkuð um útköll á hverju ári þó að sjaldan sé um mjög alvarleg atvik að ræða, sem betur fer. Alltaf er þörf á fjármunum til reksturs sveitarinnar og þakkað er fyrir góðar viðtökur á fjáröflunardögum, svo sem þegar neyðarkallinn er seldur og greni á hverju ári. Þess má jafnframt geta að flugeldasalan um áramótin hefur aldrei skilað eins miklu og einmitt núna í kreppunni.

 

Á liðnu ári voru einir fimm bílar aðstoðaðir á Þorskafjarðarheiði, tveir sem lentu í vandræðum vegna hálku við Geitará, fjórir voru dregnir úr Bæjarárskafli, einn var dreginn yfir Þröskulda, þrír voru aðstoðaðir á Klettshálsi, og loks bað Björgunarsveitin Ósk í Búðardal einu sinni um leit að manni.

 

Björgunarsveitin Heimamenn eignaðist á síðasta ári allt húsið að Suðurbraut 5 á Reykhólum, sem hefur hingað til einnig hýst Slökkvilið Reykhólahrepps. Sveitin á snjóbíl sem reyndar verið lítið notaður síðustu fimmtán árin nema við raflínuviðgerðir. Einnig eru í eigu hennar vörubíll til að flytja snjóbílinn, Land-Rover, slöngubátur og einn elsti vélsleði landsins.

 

Alltaf er töluvert stúss við flugeldasöluna og sýninguna og áramótabrennuna þegar hún er á vegum Heimamanna, en þar hefur unga fólkið verið duglegt að aðstoða. Ein stúlka fór í gæslu á hestamannamóti á Kaldármelum og fékk sveitin dágóða upphæð fyrir þær fimm vaktir sem hún tók.

 

Stjórn Björgunarsveitarinnar Heimamanna skipa Jens Hansson í Mýrartungu, formaður, Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal og Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund.

 

Upplýsingarnar í þessum pistli eru fengnar hjá Erlu Reynisdóttur í Mýrartungu, sem er félagi í Björgunarsveitinni Heimamönnum.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30