Tenglar

laugardagur 26. septemberá2009 |

Hundar og fˇlk Šfa sig Ý Reykhˇlasveit

Tuttugu og einn hundur og nokkru fleira fólk úr Björgunarhundasveit Íslands (BHSÍ) er þessa dagana við æfingar í Reykhólasveit. Þetta er þriggja daga lota sem stendur frá föstudegi til sunnudags og þarna er samankomið fólk og hundar úr öllum landshlutum. Meðal þeirra sem taka þátt í æfingunum er Bríet Arnardóttir, stjórnarmaður í BHSÍ. „Það gekk alveg rosalega vel í gær í hagléljum og öllu saman og hundarnir stóðu sig vel", sagði hún í þann mund sem hópurinn var að tygja sig út í morgun. Veður var afspyrnuslæmt í nótt og í morgun, bálhvasst og dynjandi haglhryðjur öðru hverju. Bríet sagði að hvorki hundar né fólk létu veðrið á sig fá og svaraði því umsvifalaust játandi þegar hún var spurð hvort hundi væri út sigandi.

 

Á æfingum sem þessum eru hundarnir þjálfaðir í því að finna fólk og jafnframt eru tekin próf. Saman vinna í teymi hundur og maður og sum teymin gangast undir próf til að sýna fram á að búið sé að ná tiltekinni færni í leitinni. Þar er um þrenns konar stighækkandi próf að ræða og hæsta stigið er A-próf, en þegar því er náð er hundurinn orðinn fullþjálfaður og fullgildur leitarhundur.

 

Þetta er fjórða þriggja daga æfing sumarsins hjá BHSÍ enda þótt veðrið sé ekki beinlínis sumarlegt. „Við tökum fjórar svona æfingar á milli þess sem við æfum hundana og okkur sjálf heima hjá okkur", segir Bríet.

 

Æfingasvæðin að þessu sinni eru tvö. Annars vegar á Barmahlíðinni og upp undir Barmavatn og hins vegar í hlíðinni ofan við Hofsstaði og Kinnarstaði.

 

„Þetta er mjög gaman, annars myndum við ekki standa í þessu, því að þetta er mjög mikil vinna. Við erum kölluð út þegar fólk týnist og það getur skipt sköpum hvort það lifir af eða ekki hversu fljótt gengur að finna það", segir Bríet Arnardóttir.

 

Björgunarhundasveit Íslands

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2021 »
S M Ů M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30