Tenglar

■ri­judagur 9. febr˙ará2010 |

Hugmyndir ß ■jˇ­fundi um framtÝ­ Vestfjar­a

Frß ■jˇ­fundi Vestfir­inga. Mynd bb.is.
Frß ■jˇ­fundi Vestfir­inga. Mynd bb.is.
Rúmlega hundrað manns sóttu þjóðfund Vestfirðinga sem haldinn var í Bolungarvík á laugardag. Markmið hans var að setja fram hugmyndir um framtíðaráform Vestfirðinga til eflingar atvinnulífs og samfélags á grundvelli sérstöðu og styrkleika svæðisins. „Ísland er að fóta sig eftir hrunið og það þarf því að finna stefnuna sem á að fara. Þetta er liður í þeirri vinnu“, segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

Unnið var á tólf vinnuborðum og farið yfir þær hugmyndir sem komu fram og hvernig unnt væri að framkvæma þær. Á næstu dögum verður farið yfir hugmyndirnar og valdar þær sem þykja eiga mesta möguleika. Þessi vinna verður grundvöllur að áætlun hvers landshluta innan þeirrar sóknaráætlunar sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að gerð verði og tillaga til þingsályktunar hefur verið lögð fram um á Alþingi. Niðurstöður fundanna verða einnig nýttar við gerð áætlana ríkisins svo sem byggðaáætlun, ferðamálaáætlun og fjárlög fyrir árið 2011.

 

Fulltrúar íbúa á Vestfjörðum voru valdir með tilviljunarkenndu úrtaki úr þjóðskrá en einnig sátu fundinn fulltrúar hagsmunaaðila af svæðinu. Þar var um að ræða fólk úr sveitarstjórnum, atvinnulífi, launþegasamtökum, stofnunum og stjórnmálaflokkum. Um er að ræða samstarfsverkefni stjórnvalda, atvinnuþróunarfélaga og landshlutasamtaka. Að því koma t.d. öll ráðuneytin, nýsköpunarmiðstöð, háskólar og margir fleiri.

 

Þetta var annar fundurinn af átta en haldnir eru þjóðfundir um allt land á hverjum laugardegi til 20. mars. Öll landshlutasamtökin koma síðan saman á fundi á Akureyri í lok mars og bera saman niðurstöður.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30