Tenglar

sunnudagur 27. desemberá2009 |

Hlutfallslega fj÷lgar mest Ý Reykhˇlahreppi

Íbúar á Vestfjörðum töldust 7.363 núna hinn 1. desember og hafði þá fækkað um 11 manns frá 1. desember 2008, sem er um 0,15% fækkun. Hlutfallsleg fækkun á landinu í heild milli ára er talsvert meiri og nemur um 0,7%. Nokkra athygli vekur að erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega á Vestfjörðum á meðan þeim fækkar á landsvísu og á sama tíma fækkar lítillega íbúum með íslenskt ríkisfang á Vestfjörðum en fjölgar á landsvísu. Þegar á heildina er litið virðist sem mikið til hafi hægt á þeirri neikvæðu íbúaþróun á Vestfjörðum sem staðið hefur nær látlaust frá miðjum níunda áratug nýliðinnar aldar.

 

Þetta kemur fram í samantekt Fjórðungssambands Vestfirðinga byggðri á mannfjöldatölum sem Hagstofa Íslands birti daginn fyrir Þorláksmessu.

 

Breytingar íbúafjölda eru eins og vænta má misjafnar eftir sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í Reykhólahreppi heldur fjölgun áfram frá fyrra ári og nemur 4,7%, í Vesturbyggð fjölgar um 4,1% sem er viðsnúningur á þróun mannfjölda frá fyrri árum. Einnig fjölgar í Strandabyggð eftir fækkun undanfarinna ára og fjölgun í Kaldrananeshreppi heldur áfram. Hlutfallsleg fækkun er mest í Súðavíkurhreppi eða 4,7% og í Ísafjarðarbæ, á Tálknafirði og í Bæjarhreppi er fækkun sem nemur um 2% í hverju sveitarfélagi. Talið í fólksfjölda fækkar mest í Ísafjarðarbæ eða um 63 íbúa og hefur fækkun þar aukist frá fyrra ári.

 

Ítarlegri gögn um íbúaþróun á Vestfjörðum má finna hér.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31