Tenglar

laugardagur 23. aprÝlá2011 |

Helgistund og fˇtafi­ringur Ý BarmahlÝ­ - myndir

Segja má að nánast hálf dagskráin á Barmahlíðardeginum þetta árið á sumardaginn fyrsta hafi farið fram á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum að viðstöddum allmörgum gestum. Nokkuð var tekið þar af myndum og fylgja hér fáeinar. Í byrjun var hlýleg helgistund sem sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir annaðist en kirkjukórinn söng og Sóley Vilhjálmsdóttir í Nesi lék undir á gítar. Þá var bingó „eldri borgara“ sem Guðrún Guðmundsdóttir stjórnaði og loks lék kvartett nokkur létt lög fyrir mannskapinn. Kvartettinn skipuðu Hafliði Ólafsson í Garpsdal, Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík og feðginin Jóhann Elísson og Hanna Valdís Jóhannsdóttir á Skerðingsstöðum í Dalabyggð. Ekki var dansað við þetta tækifæri nema hvað þær Lóa á Miðjanesi og Ása í Árbæ stóðust ekki fótafiðring eins og sjá má á einni myndanna.

 

Meðal þeirra gesta sem glöddu heimilisfólk með nærveru sinni má nefna bæði sveitarstjóra og skrifstofustjóra Reykhólahrepps auk þess sem oddvitinn söng í kirkjukórnum.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær. Jafnframt hafa þær verið settar inn í Ljósmyndir > Myndasyrpur > Barmahlíðardagurinn 2011 í valmyndinni hér vinstra megin. Myndirnar eru í sömu röð og þær voru teknar.

 

Þennan dag var jafnframt handavinnusýning heimilisfólks í Barmahlíð á efri hæðinni og má e.t.v. vænta hér ljósmynda þaðan áður en langt um líður.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30