Tenglar

laugardagur 16. septemberá2017 | Sveinn Ragnarsson

Heimalingar fß gjafir frß Lionsdeildinni

Sandra, Dalli og Tindur handsala gj÷finni
Sandra, Dalli og Tindur handsala gj÷finni
1 af 4

Fyrir skömmu sótti unglingadeild björgunarsveitarinnar Heimamanna, Heimalingar, um styrk til Lionsklúbbsins í Dölum og Reykhólahreppi til kaupa á tveimur tjöldum og prímusum. Er skemmst frá því að segja að Lionsmenn voru ekkert að flækja hlutina, og færðu Heimalingum tjöldin og prímusana milliliðalaust.


Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar Dalli (Guðjón Dalkvist) formaður Reykhóladeildar Lions afhenti þeim Söndru Rún Gústafsdóttur og Tindi Ólafi Guðmundssyni Heimalingum, tjöldin og prímusana. Mannskapurinn var svo spenntur að strax var prófað að tjalda.


Stefnt er að því að halda á næstunni nýliðafund þar sem starfið verður kynnt, og nýir meðlimir að sjálfsögðu boðnir velkomnir.  

 

Umsjónarmaður unglingadeildarinnar Heimalinga er Sigrún Kristjánsdóttir á Reykhólum.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2020 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31