Tenglar

fimmtudagur 4. desemberá2008 |

HŠtt vi­ a­ leggja svŠ­isst÷­varnar ni­ur

Hætt hefur verið við að leggja niður svæðisútvarpsstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Fyrir síðustu helgi var tilkynnt að rekstri þeirra yrði hætt um áramótin. Fram kemur í tilkynningu frá Páli Magnússyni útvarpsstjóra, að síðustu daga hafi fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu RÚV. Ljóst sé að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu fyrirtækisins.

 

Tilkynning útvarpsstjóra:

 

„Ríkisútvarpið hefur ákveðið að draga til baka áform um að leggja af svæðisbundnar fréttasendingar frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Síðustu daga hafa fjölmargir hollvinir svæðissendinganna hvatt til þess að ekki verði gripið til þessara sparnaðaraðgerða þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Ríkisútvarpsins. Ljóst er að hlustendur á landsbyggðinni telja svæðissendingarnar veigamikinn þátt í þjónustu RÚV.

 

Þetta hefur endurspeglast í vaxandi auglýsingatekjum á svæðisstöðvunum að undanförnu þrátt fyrir almennan samdrátt í sölu auglýsinga. Fjölmargir viðskiptavinir á landsbyggðinni hafa haft samband síðustu daga og lýst yfir miklum vonbrigðum með að missa þann mikilvæga auglýsingamiðil sem svæðisstöðvarnar eru. Í framhaldinu hefur farið fram endurmat á tekjuáætlunum á svæðisstöðvunum og er niðurstaðan að væntanlegar tekjur muni duga til að halda útsendingunum áfram.

 

Svæðisstöðvarnar heyra undir Fréttastofuna og hafði henni verið ætlað að ná fram verulegum sparnaði. Meðal þess sem blasti við var að draga þyrfti úr kostnaði við svæðisstöðvarnar. Nú hefur verið ákveðið að endurskipuleggja fréttaöflunina á landsbyggðinni til að tryggja að svæðissendingarnar geti haldið áfram. Útvarpsstjóri þakkar þeim fjölmörgu hlustendum sem sent hafa áskoranir um að svæðissendingum verði haldið áfram. Það er Ríkisútvarpinu hvatning á erfiðum tímum að finna fyrir þessum stuðningi hlustenda."

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30