Tenglar

mánudagur 9. febrúar 2015 |

Gylfi Helgason látinn

Gylfi Helgason og Toppur hans ungur.
Gylfi Helgason og Toppur hans ungur.

Gylfi Helgason skipstjóri, Hellisbraut 2 á Reykhólum (læknishúsinu gamla), varð bráðkvaddur að morgni nýliðins föstudags, sjötíu og tveggja ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Ósk Jóhönnu Guðmundsdóttur (Hönnu) frá Gröf í Þorskafirði, og þrjú börn, Höllu Sigrúnu, Helga Frey og Unu Ólöfu, og fjögur barnabörn.

 

Gylfi fæddist að Hlíðarenda undir Öskjuhlíð í Reykjavík 30. október 1942. Hann kom til Reykhóla árið 1974 þegar Þörungavinnslan var í undirbúningi og fór að búa þar með fjölskyldu sinni árið 1977. Árið 1983 varð hann stýrimaður á Karlsey, flutningaskipi verksmiðjunnar, og síðan skipstjóri frá 1985 til starfsloka árið 2009 eða í nærfellt aldarfjórðung. Eftir það leysti hann öðru hverju af sem skipstjóri á Karlsey.

 

Þegar nær dregur verður hér á Reykhólavefnum greint frá minningarathöfn um Gylfa heitinn sem verður syðra og útför hans sem verður á Reykhólum.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius fyrrv sveitarstjóri Reykhólahrepps, mánudagur 09 febrúar kl: 20:56

Blessuð sé minning Gylfa Helgasonar.

Þrymur Sveinsson, mánudagur 09 febrúar kl: 21:41

Gylfi var í minningunni mikill unnandi klassíkrar tónlistar sem flest okkar töldu bölvað garg. En ég laumaðist síðar til að hlusta á gargið sem varð að tónlist þegar ég hlustaði nánar á Töfraflautu Mozarts sem Gylfi taldi meistaraverk og ég var ekki svikinn af leiðbeiningum hans varðandi hlustun á slíkum verkum.
"So lasse deine Glöckchen klingen
Dies wird dein Weibchen zu dir bringen"
Nú eiga klukkurnar einungis eftir að hringja í hinsta sinn yfir moldum hans.

Hlynur Þór Magnússon, mánudagur 09 febrúar kl: 22:12

Fyrir þriðjungi aldar eða þar um bil kynntist ég Gylfa Helgasyni. Hann reyndist mér þannig á þeim tíma, að minning hans verður mér einstaklega kær allt þar til yfir lýkur.

Sverrir og Dúna, mánudagur 09 febrúar kl: 23:14

Minning þín kæri svili og mágur er minning um góðan og glaðbeittan dreng sem nú hefur

hvatt fyrirvarlaust og alltof snemma. Vonandi hefur þú nú hitt þinn kæra félaga og vin

hann Topp litla og getur glaðst með honum á röltinu um eilífðarengið.

Hönnu, börnum ykkar og barnabörnum sendum við okkar innilegustu samúðar kveðjur.

Pálmi Hlöðversson, þriðjudagur 10 febrúar kl: 02:28

Í mínum huga var Gylfi heilmikill "Spekúlant" og leit ekki hlutina alltaf sömu augum og aðrir. Átti með honum ógleymanlegar stundir og "Spekúlasjónir" sem kennari,þessa jafnaldra míns, í Stýrimannaskólanum í Reykjavík.
Okkar kynni ná aftur í fornöld, þegar hann var Spíssari á Hvalbátnum, sem notaður var til að kynda upp gufu fyrir Síldarverksmiðjuna á Seyðisfirði. Sennilega um 1960.
Ég votta ástvinum innilegustu samúðar.
Blessuð sé minning hans.
Hann er ekki gleymdur.

Dóróthea Sigvaldadóttir, þriðjudagur 10 febrúar kl: 08:35

Blessuð sé minning Gylfa Helgasonar.

Páll Bragi Kristjónsson, miðvikudagur 11 febrúar kl: 18:52

Genginn er góður og hjartahreinn drengur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janúar 2021 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31