Tenglar

mi­vikudagur 18. nˇvemberá2020 | Sveinn Ragnarsson

Gugga Ý Gautsdal lßtin

Gu­bj÷rg Karlsdˇttir
Gu­bj÷rg Karlsdˇttir

Guðbjörg Karlsdóttir í Gautsdal lést á líknardeild Landsspítalans þann 10. nóvember sl.

 

Hún var fædd í Borg, 22. mars 1940, næstelst 7 systkina. Foreldrar hennar voru Karl Árnason og Unnur Halldórsdóttir bændur í Borg, Karl var jafnframt póstur um langt árabil. Árið 1946 fluttist fjölskyldan frá Borg yfir Króksfjörðinn að Kambi, en frá Kambi er geysifallegt útsýni yfir á Borgarlandið.

 

Guðbjörg giftist 1961 Kristjáni S. Magnússyni frá Hólum og hófu þau um það leyti búskap í Gautsdal. Þar hafa þau búið síðan.

 

Gugga og Kristján eignuðust 5 börn, þau eru; Magnús verktaki í Gautsdal, Karl bóndi á Kambi, Unnur Björg leikskólakennari, Bryndís hjúkrunarfræðingur og Eygló Baldvina garðyrkjufræðingur, allar búsettar í Reykjavík. Auk þess áttu þau fósturdóttur, Bryndísi Ström, en hún lést árið 2006. Barnabörnin eru 5 og barnabarnabörnin 4.

 

Útför hennar fer fram frá Reykhólakirkju, laugardaginn 21. nóvember kl. 13:00. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir útförina, en streymt verður frá athöfninni á youtube.com undir Reykhólakirkja.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

 

Athugasemdir

Hj÷rtur, fimmtudagur 19 nˇvember kl: 07:59

Blessu­ sÚ minning ßgŠtrar konu!

Ůa­ er eins og mig minni a­ fleiri sveitungar hafi lßtist ß ßrinu og ■eirra hefur ekki veri­ minnst ß ■essari vefsÝ­u? T.d frŠnka mÝn ËlÝna ß Mi­h˙sum lÚst Ý hßrri elli ■ann 9. ßg˙st sl. og Úg get hvergi fundi­ staf um hana ß vef Reykhˇlasveitunga.

GÝsli Geirsson, laugardagur 21 nˇvember kl: 13:37

Blessu­ sÚ mynning hinar lßtnu

Magn˙s S. Gunnarsson, laugardagur 21 nˇvember kl: 14:48

Blessu­ veri minning Gu­bjargar Karlsdˇttur /Guggu Ý Gautsdal.
Innilegar sam˙­arkve­jur,Diddi,Maggi,Kalli,Ditta,DÝsa og Baddř.

╔g var m÷rg sumur Ý sveit Ý Gautsdal,og var Gugga mÚr sem mˇ­ir er Úg dvaldist ■ar snemma vors og fram ß haust. Kom ■anga­ eftir a­ skˇla lauk(1.maÝ)Ý Patreksfir­i og fˇr ekki heim fyrr en eftir slßturtÝ­ Ý oktˇber. Var nokkur sumur ß­ur Ý Hˇlum hjß Ingibj÷rgu ÷mmu og Kristjßni/Didda(mˇ­urbrˇ­ir) og Fri­birni Gu­jˇnssyni,■etta voru nokkur sumur fyrir 1960 og Úg man er ■au fluttu Ý Gautsdal. Mig minnir a­ pua fluttu 1960,en svo hef Úg heyrt a­ .a­ hafi veri­ 1959.╔g haf­i gott af ■essari dv÷l,og n˙ rifja Úg upp minningarnar frß ■essum tÝma og finn hversu dřrmŠtar ■Šr eru.

Maggi Gunnars.

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Nˇvember 2020 »
S M Ů M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30