Tenglar

mi­vikudagur 20. maÝá2020 | Sveinn Ragnarsson

Grˇ­ursett vi­ hreppsskrifstofuna

1 af 12

Það var heilmikill handagangur í öskjunni í gærmorgun, þegar flestallir nemendur Reykhólaskóla ásamt kennurum gróðursettu trjáplöntur hjá skrifstofu hreppsins við Maríutröð, undir stjórn Maríu Maack.


Að sjálfsögðu var notað þörungamjöl til áburðar á plönturnar, sem eru víðir og birki, einnig voru sóttar sjálfsáðar greniplöntur inn á Barmahlíð og ein þeirra verður jólatré hreppsins þegar fram líða stundir.


Margar hendur unnu létt verk og tók gróðursetningin skamma stund.


María Maack er áhugasöm um skógrækt og hefur unnið að því að blása lífi í skógræktarfélagið Björk. Í stuttu viðtali sagði hún frá tilraun sem hún ætlar að gera, sem felst í því að planta ýmsum tegundum trjáplantna meðfram Grundaránni og sjá hvað dafnar best.

Hugmyndin er að gera þetta með samvinnu fólks úr félögum í hreppnum og e.t.v. með stuðningi fyrirtækja.

 

  

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30