Tenglar

f÷studagur 5. desemberá2008 |

Gj÷f og jˇlakort til minningar um Gu­mund Ingˇlfsson

Gu­mundur H. Ingˇlfsson.
Gu­mundur H. Ingˇlfsson.
1 af 3

Á stjórnarfundi í Krabbameinsfélagi Breiðfirðinga, sem haldinn var í Búðardal í gær, afhenti Jóna Valgerður Kristjánsdóttir félaginu kr. 75.000 að gjöf til minningar um eiginmann sinn, Guðmund H. Ingólfsson, sem lést úr krabbameini árið 2000. Guðmundur hefði orðið 75 ára hinn 6. október sl. hefði honum enst aldur. Jafnframt færði Jóna Valgerður félaginu þakkir fyrir að hafa gefið út jólakort með vatnslitamyndum, sem Grétar Þ. Hjaltason listmálari málaði og gaf félaginu til minningar um Guðmund heitinn. Kortin eru til sölu hjá öllu stjórnarfólki Krabbameinsfélags Breiðfirðinga, en stjórnin er þannig skipuð:

 

- Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólahreppi, formaður

- Guðrún Halldórsdóttir, Búðardal, ritari

- Arnór Grímsson, Reykhólahreppi, gjaldkeri

- Þrúður Kristjánsdóttir, Búðardal, meðstjórnandi

- Guðrún Björnsdóttir, Búðardal, meðstjórnandi

 

Á myndum nr. 2 og 3 má sjá vatnslitamyndirnar sem prýða forsíður kortanna.

 

_____________________________

 

Guðmundur Helgi Ingólfsson fæddist í Hnífsdal 6. október 1933. Hann lést eftir erfið veikindi 19. mars 2000. Guðmundur fluttist ásamt eiginkonu sinni í Reykhólahrepp árið 1996 og tók við starfi sveitarstjóra. Þau höfðu þá búið í Hnífsdal um 39 ára skeið í húsi sem þau hjónin byggðu og nefndu Holt. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrum alþingismaður, sem gegndi starfi sveitarstjóra í veikindum Guðmundar og lengi eftir andlát hans og var jafnframt oddviti Reykhólahrepps.

 

Guðmundur H. Ingólfsson átti sæti í hreppsnefnd Eyrarhrepps við Skutulsfjörð í tólf ár og var þar oddviti þegar Eyrarhreppur og Ísafjarðarkaupstaður urðu eitt sveitarfélag árið 1971. Eftir það sat hann í bæjarstjórn kaupstaðarins fram til 1986, þar af átta ár sem forseti bæjarstjórnar. Hann var einn frumkvöðlanna að stofnun Orkubús Vestfjarða og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann sat í mörg ár í stjórn Orkubúsins, allt frá stofnun þess árið 1977, og var formaður stjórnar um skeið. Hann átti sæti í stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga 1974-1986 og gegndi þar formennsku um árabil. Eftir það vann hann að ýmsum sérverkefnum fyrir Fjórðungssambandið og var m.a. formaður nefndar um sameiningu sveitarfélaga. Auk þess starfaði hann í ótal nefndum á vegum Ísafjarðarkaupstaðar. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Ísafjarðarsýslna.

 

Í öðrum félagsstörfum af ýmsu tagi var Guðmundur einnig mjög virkur. Þar má nefna, að hann var einn af stofnendum íþróttafélagsins Reynis í Hnífsdal og formaður þess í mörg ár. Stjórnarmaður og formaður Slysavarnadeildarinnar í Hnífsdal var hann í mörg ár. Hann stofnaði félag eldri borgara á Ísafirði og var formaður þess fyrstu árin eða þar til hann fluttist í Reykhólasveitina. Guðmundur var formaður bygginganefndar Félagsheimilisins í Hnífsdal og framkvæmdastjóri þess í 20 ár.

 

Árið 1958 réðst Guðmundur til Rafveitu Ísafjarðar og var þar verkstjóri í tólf ár. Þá sótti hann námskeið í verkstjórnarfræðum og tók raffræðinám í Iðnskólanum á Ísafirði á tveimur árum jafnhliða vinnu sinni. Hann var bæjargjaldkeri hjá Ísafjarðarkaupstað í fjórtán ár og eftir það fulltrúi hjá embætti sýslumannsins á Ísafirði fram til 1989. Um tíma gegndi hann starfi eftirlitsmanns hjá Verðlagseftirliti ríkisins og vann einnig sem skrifstofustjóri hjá Rækjuverksmiðjunni í Hnífsdal. Hann var einn af stofnendum útgerðarfélagsins Barðstrendings og framkvæmdastjóri þar, en félagið gerði út rækjutogara árin 1992-1995.

 

Í ársbyrjun 1996 var Guðmundur ráðinn sveitarstjóri í Reykhólahreppi og hafði það starf með höndum til dauðadags, þótt Jóna Valgerður eiginkona hans gegndi því í veikindum hans. Þau hjónin keyptu jörðina Mýrartungu II í Reykhólasveit og settust þar að. Guðmundur heitinn var mikill náttúruunnandi rétt eins og kona hans og í Mýrartungu stundaði hann sauðfjárbúskap sér til yndis og ánægju. Jóna Valgerður hélt þeim búskap áfram í fyrstu en fór svo yfir í skógrækt.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31