Tenglar

fimmtudagur 22. maÝá2008 |

Fuglar og skrÝmsli

DÝlaskarfsungar.
DÝlaskarfsungar.
1 af 18

Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur á Siglufirði er ekki aðeins guðfræðingur að mennt heldur einnig þjóðfræðingur. Hann er áhugamaður um fuglalíf og frá hans hendi kom fyrir allmörgum árum bókin Ísfygla, sem Jón Baldur Hlíðberg myndskreytti. Þessa dagana er séra Sigurður í heimsókn á Reykhólum að skoða fugla í héraðinu. Í gær fór hann í bátsferð út á Breiðafjörð með Birni Samúelssyni og tók meðfylgjandi myndir í skerjunum austan við Skáleyjar, þar sem einkum gat að líta toppskarf og dílaskarf. Í Skutlaskeri var mest af toppskarfi en í Kirkjuskeri hafði dílaskarfurinn yfirhöndina.

 

Þess má geta, að ný bók frá hendi Sigurðar er væntanleg núna á miðju sumri. Þar fjallar hann um kynjadýr sem sögur eru af hérlendis en Jón Baldur Hlíðberg myndskreytir sem fyrr. Bókin nefnist Íslenskar kynjaskepnur en kemur einnig út á ensku. Kaflar úr bókinni eru í ferðablaðinu Vestfirðir sumarið 2008, sem er nýkomið út. Nokkrar af myndum Jóns Baldurs fylgja hér einnig, svo og mynd frá öfuguggaveiðum í Öfuguggavötnum á Dufansdalsheiði milli Tálknafjarðar og Fossfjarðar í Arnarfirði.

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Oktˇber 2021 »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31