Tenglar

■ri­judagur 7. aprÝlá2009 |

FuglalÝf ß Dj˙pavogi og fuglaverkefni­ birds.is

Fuglasko­arar ß vettvangi.
Fuglasko­arar ß vettvangi.
1 af 2

Hinn víðlendi Reykhólahreppur með fjölbreyttu lífríki til lands og sjávar og óteljandi eyjum og hólmum út um Breiðafjörð státar af einhverju fjölskrúðugasta fuglalífi landsins. Á Djúpavogi á hinum enda landsins er líka paradís fuglaskoðara. Í kvöld, þriðjudag, flytur Kristján Ingimarsson frá Djúpavogi fyrirlestur í Reykjavík um fuglaverkefnið á Djúpavogi, sem er afar áhugavert og hefur laðað að fjölda innlendra sem erlendra fuglaskoðara til að skoða hið fjölbreytta og merkilega fuglalíf sem þar er að finna.

 

Meðal varpfugla á Djúpavogi og þar í kring eru margar andategundir, t.d. hinar sjaldgæfu brandendur, skeiðendur, gargendur og grafendur. Flórgoðar eru þar einnig varpfuglar og gríðarmikið óðinshanavarp. Á Djúpavogi verpa einnig villtar bjargdúfur og mun Kristján sýna myndir af litskrúðugu og fjölbreyttu fuglalífi svæðisins.

 

Þá ætlar Kristján að greina frá verkefninu birds.is sem fékk nýverið Frumkvöðulinn, verðlaun Markaðsstofu Austurlands, fyrir að hafa aukið fjölbreytni í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hann mun segja frá því hvernig það kom til að farið var að leggja áherslu á fuglaskoðun á Djúpavogi og þar í nágrenni, hvað hefur verið gert á vegum birds.is og hvað er framundan í verkefninu. Kristján mun einnig kynna þau svæði sem henta best til fuglaskoðunar þar um slóðir en Álftafjörður og Hamarsfjörður í næsta nágrenni eru alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði vegna þúsunda jaðrakana og hundruða álfta sem hafa þar viðkomu.

 

Fyrirlesturinn verður í kvöld, þriðjudaginn 7. apríl, og hefst kl. 20.30. Hann verður á nýjum stað fræðslufunda Fuglaverndar í húsi Nýja Kaupþings við Borgartún 19 í Reykjavík (jarðhæð), gengið inn um aðalinngang. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars 200 krónur.

 

Fuglavefur Djúpavogs

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« Desember 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31