Tenglar

laugardagur 28. febr˙ará2015 |

Frystih˙si­ Ý Flatey og ËlafsdalsfÚlagi­ fß styrki

Frystih˙si­ er vi­ bryggjuna Ý Flatey. Myndina tˇk ┴rni Geirsson sumari­ 2012 ■egar vi­ger­ir ß h˙sinu stˇ­u yfir.
Frystih˙si­ er vi­ bryggjuna Ý Flatey. Myndina tˇk ┴rni Geirsson sumari­ 2012 ■egar vi­ger­ir ß h˙sinu stˇ­u yfir.

Þrísker ehf. (Frystihúsið í Flatey) fær 2,5 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða við fyrstu úthlutun á þessu ári. Hann er veittur til uppsetningar á salernisaðstöðu og til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Markmið styrkveitingarinnar er að auka möguleika ferðamanna, óháð líkamlegri getu, til að njóta þeirrar ferðaþjónustu sem nú er í boði í Frystihúsinu og í Flatey.

 

Þá fær Ólafsdalsfélagið 1,5 milljónir fyrir annan áfanga í endurreisn Ólafsdals í Gilsfirði. Styrkinn á að nota til hönnunar og framkvæmda við fræðslustíg og aðrar gönguleiðir. Markmið styrkveitingarinnar er að styrkja svæðið sem viðkomustað ferðamanna og auka aðgengi og ánægju þeirra.

 

Flatey tilheyrir Reykhólahreppi eins og mikill meirihluti Breiðafjarðareyja. Ólafsdalur við Gilsfjörð sunnanverðan tilheyrir hins vegar Dalabyggð, en Reykhólahreppur er meðal stofnenda og hluthafa í Ólafsdalsfélaginu.

 

Að þessu sinni fengu 50 verkefni á landinu styrk úr Framkvæmdasjóðnum, samtals að fjárhæð 175,7 milljónir króna, til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum. Alls bárust alls 103 umsóknir frá opinberum aðilum og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðs vegar um landið. Heildarupphæð umsókna var rúmlega 831 milljón króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður um 2 milljarðar króna.

 

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er nú á sínu fjórða starfsári og hefur frá upphafi úthlutað rúmlega 340 styrkjum að upphæð samtals tæplega 1,5 milljarðar króna. Fullyrða má að verulegur árangur hafi þegar náðst af starfi sjóðsins, segir á vef Ferðamálastofu. Víða um land má benda á spennandi verkefni sem orðið hafa að veruleika fyrir tilstuðlan þess fjármagns sem sjóðurinn hefur úthlutað, þótt vissulega sé enn víða þörf á úrbótum, segir þar einnig.

 

Skrá yfir styrkveitingarnar

 

Sjá einnig:

Verðlaun fyrir viðgerðina á frystihúsinu í Flatey

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« September 2021 »
S M Ů M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30