Tenglar

mi­vikudagur 29. febr˙ará2012 |

Flestir fara Ý sund og jar­b÷­ ß fer­al÷gum

Tæplega níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust innanlands í fyrra, sem er svipað og árin á undan. Ekki er að greina miklar breytingar á ferðaáformum fólks fyrir þetta ár en langflestir hafa ferðalög af einhverju tagi á stefnuskránni. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Ferðamálastofa lét MMR gera í síðasta mánuði. Af stöðum og svæðum á Vestfjörðum sem spurt var um lögðu flestir leið sína á Ísafjörð (14%) og á Hólmavík eða Strandir (9%).

 

Tjald, fellihýsi eða húsbíll var algengasti gistimátinn, eða í 45% tilvika. Þó dregur nokkuð hlutfallslega úr slíkri gistingu þar sem 52% nefndu þennan kost fyrir tveimur árum. Gisting hjá vinum og ættingjum er sem fyrr vinsæl, en 44% nefna þann kost nú. Þá kemur orlofshús eða íbúð í eigu félagasamtaka með 39% og sumarhús eða íbúð í einkaeign með 38%.

 

Sund og jarðböð eru sú afþreying sem flestir landsmenn greiddu fyrir á ferðalögum árið 2011 eða tveir landsmenn af hverjum þremur. Margir borguðu sig inn á söfn eða sýningar (36%), leikhús eða tónleika (18%), fyrir veiði (18%), golf (12,7%) eða bátsferð (10%).

 

Norðurland og Suðurland voru líkt og í undanförnum könnunum þeir landshlutar sem flestir landsmenn heimsóttu á árinu 2011 eða tæplega þrír af hverjum fimm. Þó nefna heldur færri Norðurland en í síðustu könnun og sama má segja um Austurland en þangað ferðaðist einn af hverjum fimm í fyrra í stað eins af hverjum fjórum 2010. Fleiri nefna höfuðborgarsvæðið en í síðustu könnun.

 

Þegar spurt var um hvaða staði fólk heimsótti í fyrra má sjá að Siglufjörður tekur mikið stökk upp á við. Hlutfallið fer úr 8% árið 2010 í 18% 2011. Þá nefna einnig talsvert fleiri Skagafjörð (22%) en í síðustu könnun. Á landsvísu er Skagafjörður í fjórða sæti og Siglufjörður í því fimmta yfir þá staði sem flestir heimsóttu í fyrra. Flestir nefna sem fyrr Akureyri (42%), þá koma Þingvellir - Geysir - Gullfoss (28%) og Akranes - Borgarnes (23%).

 

Af þeim stöðum eða svæðum sem spurt var um á Suðurlandi heimsóttu flestir Þingvelli - Geysi - Gullfoss (28%), Vestmannaeyjar (12%) og Vík (12%). Á Norðurlandi heimsóttu flestir Akureyri (42%), Skagafjörð (22%) og Siglufjörð (18%). Á Vesturlandi heimsóttu flestir Akranes - Borgarnes (23%), Húsafell - Reykholt (14%) og Stykkishólm (13%).

 

Á Austurlandi heimsóttu flestir Egilsstaði - Hallormsstað (15%) og Fjarðabyggð (9%) af þeim stöðum og svæðum sem spurt var um. Á Vestfjörðum lögðu flestir leið sína á Ísafjörð (14%) og á Hólmavík eða Strandir (9%). Á Reykjanesskaganum heimsóttu flestir Reykjanesbæ (7%) og Grindavík (4%). Á hálendinu komu 5% í Landmannalaugar og 4% á Kjöl og Hveravelli.

 

Könnunin var unnin sem net- og símakönnun 12.-17. janúar. Spurningar voru lagðar fyrir aldurshópinn 18-67 ára í spurningavagni MMR og var svarað á Internetinu. Könnunin náði til 1.400 manna panelúrtaks sem var kvótaskipt til samræmis við lýðfræðilega samsetningu Þjóðskrár og var svarhlutfall 60%. Aldurshópurinn 68-80 ára var spurður símleiðis, byggt var á 210 manna úrtaki og var svarhlutfall 55%. Framkvæmd og úrvinnsla voru í höndum MMR.

 

► Könnunin í heild

 

Skrifa­u athugasemd:


Atbur­adagatal

« AprÝl 2021 »
S M Ů M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30